Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 220
Upphaflega féll grunur á smitið um að það innihéldi ekki rétta sveppi, en nýtt smit eyddi
þeim grun. I rauninni er skýringin ekki fundin, en líklega tengist hún því hve mikið af
svepprót myndaðist á plöntunum. I upphaflegu tilrauninni frá 2000, myndaðist svepprót á
um 70-80% af stuttrótarendum þar sem svepprótasmitinu var dreift en 20-30% svepprót
var á plöntum í öðrum meðferðum á fyrsta sumri (Enkhtuya ofl. 2003). Til marks um að
eitthvað mikið sé að í tilraununum frá 2002 og síðar, þá hefur smitun ekki skilað meiri
svepprót en 10-30% á fyrsta sumri (óbirtar niðurstöður). Plöntumar og sveppimir ná
semsagt ekki saman.
Mér þykir líklegt að gróðursetningar- og smittíminn skipti máli. Upphaflega tilraunin var
gerð í lok ágúst en síðari tilraunir hafa verið gerðar í júní eða júlí. Þá er yfirleitt þurrt á
tilraunasvæðinu og rótavöxtur lítill. Samlífissveppimir hafa því lítið af hvítum, ungum
rótum til að tengjast og þeir ná að mynda fáar svepprætur. Sveppimir tína því tölunni og
em of fáir til að mynda miklar svepprætur í ágúst þegar rótavöxtur er meiri.
Til að fá sem mest út úr svepprótum í skógrækt þarf svepprótamyndunin helst að fara
fram á uppeldisskeiði plantnanna í gróðrarstöðvum. Það ætti að vera ódýrasta og
árangursríkasta leiðin.
Leiðir til að auka svepprótamyndun í gróðrarstöðvum
Hér verður greint frá stuttlega frá tilraun til að auka svepprótamyndun hjá ilmbjörk,
stafafum og fjallafuru. Tilraunin var gerð í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskólans að
Reykjum, Ölfusi sumarið 2005. Aðeins verður greint frá aðferðum og fmmniðrastöðum
með birkið en úrvinnslu rótasýna hjá furanum er ólokið.
Aðferðir
Sáðplöntur af birki vora aldar upp í 3 mánuði í gróðurhúsi i tvennskonar pottamold,
vökvuð með tvennskonar áburðarlausn, með eða án svepprótasmits. Moldarblöndumar
voru (1) næringarbætt Sphagnum-mosamór (Finnpeat, Kekkila, Finnlandi) blönduð vikri
og (2) íslensk mómold fengin úr skurðraðningi á Reykjum, Ölfusi, blönduð vikri.
Áburðarlausnimar voru (1) Nursery Stock Superex (19-4-20) (Kekkila, Finnlandi) af
sama styrk og plöntuframleiðendur nota (leiðni 1,7-2 allan ræktunartímann) og (2) sama
áburðarblanda en gefin í mjög vægum skammti í upphafi en stigaukin er á
ræktunartimann leið. Svepprótasmitið var blanda 3 sveppategunda (Laccaria laccata,
Hebeloma velutypes og Paxillus involutus) sem fengnir vora frá PlantWorks, Englandi.
Sáðplötumar voru aldar þrjár saman í tveggja lítra potti sem myndaði eina endurtekningu.
Allar samsetningar tilraunaliðanna vom endurteknar fimm sinnum í fimm blokkum.
Samhliða þessu vora könnuð áhrif mismunandi samsetninga af sveppategundum á
svepprótamyndun og vöxt birkisins.
Niðurstöður
I stuttu máli var niðurstaðan varðandi svepprótamyndun birkisins skýr. Sphagnum-
mosamór og hefðbundin áburðargjöf dró veralega úr svepprótamyndun. Eina meðferðin
sem myndaði svepprætur að einhverju ráði var sú sem fékk svepprótasmit og var ræktuð í
íslenskri mómold, vökvuð með stigvaxandi áburðargjöf (1. mynd). Hæðarvöxtur birkisins
var reyndar lakari í íslensku moldinni en innflutta mosamónum en plöntumar í íslensku
moldinni voru sverari.
218