Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 432
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Samanburður á 8 hvítgrenikvæmum í Vaglaskógi
Þórarinn Benedikz og Lárus Heiðarsson
Skógrœkt ríkisins
Samanburðatilraun á hvítgrenikvæmum Picea glauca (Moensch) Voss, var gróðursett
í Vaglaskógi í Fnjóskadal vorið 1959. í tilrauninni var borinn saman vöxtur og þrif
átta kvæma frá Alaska á milli 60° og 63°30’N. Tvö voru ffá Kenai skaga, Granite
Creek og Moose Pass. Tvö frá Anchorage, Rnik River sem er norðanlega og Cook
Inlet en í þessum héraðum er veðurfarið skilgreint sem ‘transition’, ss á milli hafræns-
og meginlandsloftslags. Hin fjögur kvæmi eru frá svæðinu norðan við
Alaskafjallagarðinn, Glenn Allan, Alaska Highway og Tok Junction frá austanverðu
svæðinu og það fjórða Macgrath frá Kuskokwimfljóti við 155°V. Kvæmin voru
gróðursett í einföldum röðum, 50 plöntur í röð með sex endurtekningum. Plöntumar
vom stórar 3/3 dreifsettar og gróðursett var í grisjaðan birkiskóg.
Tilraunin var síðast mæld haustið 2003 þá 45 ára. Niðurstöður mælinga, raðað eftir
meðalhæð em:
Kvæmi Hérað Meðal hæð (m) Grunnflötur (m2/ha) Lifun (%> Fjöldi beinvaxna trjáa (%)
Goat Creek CI 5,20 « 19,1 a 87,5« 57,0«
Knik River CI 4,15 b 11,0 b 79,5 ab 23,0 4
Glenn Alian MV 3,90 bc 8,6 c 71,5 bc 10,0 d
Alaska Highway MA 3,75 bcd 11,0 4 81.5 ab 9,0 d
Granite Creek KP 3,65 cd 5,5 de 61,5 cd 20,5 bc
Tok Junction MA 3,40 de 8,lc 81,0 ab 10,0 Cd
Macgrath KR 3,25 de 6,4 d 64,5 cd 10,0 Cd
Moose Pass KP 2.90 e 3.6 e 52.5 i 13,0 cd
Skýringar:
CI Cook Inlet; MV Matanuska Valley; MA East Central Alaska;
KP Kenai Peninsula; KR Kuskokwim River (West Central Alaska).
Þar sem sami bókstafur er á breytunni er engin marktækur munur milli kvæma.
Tilraunin sýndi mikinn mun á milli kvæma. Kvæmið Goat Creek hafði mestan
hæðavöxt, mestan gmnnflötur, flest beinvaxin tré og besta lifun. Að undanskilinni
lifun var munurinn á milli Goat Creek og hinna kvæma marktækur við 99% líkinda
(p<0.01). Það var einnig áberandi að lifun kvæma frá Kenaiskaga var slök og
marktækur munur var á milli lifunar Moose Pass og hinna kvæmanna við p<0.05.
í heild á litið er vöxtur tilraunarinnar mjög hægur og vaxtarformið (fjöldi beinvaxinna
stofna) lélegt. Hins vegar stendur kvæmið Goat Creek upp úr tilrauninni, best í öllum
þáttum sem bomir vom saman. Vöxtur og þrif Goat Creek trjáa er í góðu samræmi við
aðrar grenitegundir í Vaglaskógi. Vegna yfirburði Goat Creek borið saman við hin
kvæmin er mælt með að þau tré sem standa í tilrauninni verði notað til fræframleiðslu,
einkum þegar haft er í huga að ólíklegt er að nokkur tré standa eftir í Goat Creek, því
borgin Anchorage hefur byggst yfir þetta svæði.
430