Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 193
tilraunatímanum. Við sýnatökuna var notaður hálfopinn bor og sýni tekin úr fimm dýptum (0-
5, 5-10, 10-20, 20-40 og 40-60 sm dýpt). í hverjum reit voru tekin 5-6 sýni og þeim síðan
blandað saman. Áður en borkjömunum var skipt eftir dýpt var gróðurmottan skorin frá, en
hún var ekki hirt.
Sýrastig var greint í vatni (1:2,5). Kolefni var mælt í Leco ofni þar sem sýnin eru brennd við
1200 °C og nitur með Kjeldahl aðferð. Leysanleg og skiptanleg næringarefni voru greind í
ammóníumlaktatskoli, AL-skol, (Egner, Riehm og Domingo 1960). Veðranleg næringarefni
voru greind með aðferð Schlichting, Blume og Stahr (1995). Glædd sýni (500 °C í 1 klst.) eru
leyst í 30% HCl með suðu yfir vatnsbaði, HCl-leysanleg efni. í báðum tilfellunum voru K og
Na mæld með ljóslogamæli og Ca og Mg í loga atómgleypnimælis. Fosfór í AL-lausn var
greindur með bláum lit með molybdat/tinklóríð komplex og fosfór í HCl-lausn með gulum lit
með molybdat-vanadat komplex. Heildarmagn steinefna var einungis mælt í sýnum úr þremur
efstu dýptunum í miðröðinni, reitum með 120 N af Kjama, ammónsúlfati og kalksaltpétri, auk
óábomu randarinnar. Efnin voru greind með Plasma emission spectrometry (ICPAES) og
Plasma mass spectrometer (ICPQMS) eftir að 0.125g sýnis var brætt með 0.375g LÍBO2 og
leyst í HNO3.
Niðurstöður og umræður
Sýrustig. Fyrstu sýrustigsmælingar á jarðvegi eru frá 1963 eða 9 árum eftir að tilraunin hófst.
Ætla má að pH hafi verið um 6,5 í
efstu 5 cm jarðvegsins í upphafi en
1. tafla. Breytingar á pH í jarðvegi 1963 til 1996.
Tölur frá 1963 og 1973 Bjami Helgason (1975).
Dýpt 1963 1973 1996
cm
0 N 0-5 6,4 6,1 5,6
5-10 6,3 6,6
120 N NH4NO3 0-5 6,5 6,2 5,8
5-10 7,0 7,0
120 N (NH4)2S04 0-5 5,8 4,8 3,8
5-10 6,1 4,4
Ca(N03)2 0-5 6,5 6,6 6,9
5-10 7,1 7,2
2. tafla. Kolefni í loftþurrum jarðvegi
1973 (Bjami Helgason 1975) og 1996.
(%C)
Dýpt 1973 1996
cm
0 N 0-5 6,9 12,4
5-10 4,8 5,1
120 N NH4N03 0-5 7,5 13,6
5-10 4,2 5,8
120 N (NH4)2S04 0-5 7,8 21,1
5-10 5,0 7,9
Ca(N03)2 0-5 8,8 13,9
5-10 4,2 6,2
um 7,0 í 10 - 20 cm dýpt. Bjarni
Helgason (1975) sýndi fram á miklar
breytingar á pH jarðvegs eftir því
hvaða tegund N- áburðar var notuð.
Lækkun sýrastigsins hefur haldið
áfram í reitum með ammónsúlfati og
var það komið í 3,8 efst í jarðveg-
inum 1996 og hefur þá lækkað um 2,7
einingar. Á sama tíma heftir pH
hækkað í reitum með kalksaltpétri.
Lækkun á pH í Kjamareitunum og
reitum án N-áburðar má rekja til
útskolumar á C1 í K-áburði. Það
skolast út og tekur með sér katjón en
kalíið er tekið upp.
Kolefni. Kolefnishlutfall í efstu cm
jarðvegsins hefur aukist í öllum liðum frá
1973. Töluverður munur er milli reita og
er aukningin mest í súm reitunum.
Aukningin er að mestu bundinn við efstu
10 cm jarðvegsins og áætlað var hversu
mikið kolefni hefði safnast upp á
árabilinu 1973 til 1996 (Þorsteinn
Guðmundsson o.fl., 2004). Tekið var tillit
til þess að rúmþyngd lækkar með vaxandi
kolefni. Gert var ráð fyrir lækkun
rúmþyngdar um 0,05 g cm'1 í efstu 5 cm
191