Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 410
Niðurstöður
Niðurstöðurnar sýna að víðast er ástand bújarða nokkuð gott samkvæmt þessari
flokkun. I öllum landshlutum nema á Austurlandi og Vestfjörðum eru tveir þriðju
hlutar svæðanna í flokkum 1 og 2, einnig ná tveir lökustu flokkamir hvergi 15% af
heildarljölda svæða, nema á Vestfjörðum og Austurlandi (3. tafla).
3. tafla. Hlutfall svæða (%) sem lenda í landgæðaflokkum 1-5 eftir landshlutum.
Landgæðaflokkur
Landshluti 1 2 3 4 5
Vesturland 19.82 46.55 23.82 8.91 0.90
Vestfirðir 7.10 33.81 34.38 24.15 0.57
Norðurland-vestra 34.95 38.07 21.06 5.15 0.78
Norðurland-eystra 42.79 23.16 18.16 14.42 1.48
Austurland 23.94 29.34 25.87 18.02 2.83
Suðurland 50.23 28.53 11.56 5.86 3.83
Það vekur athygli að á Suðurlandi er hæsta hlutfall jarða í flokki 1 og einnig í flokki 5,
sem skýrist af því breytileiki lands á Suðurlandi er mjög mikill, allt frá því að vera
sandauðnir yfir í blómleg landbúnaðarsvæði. Ef tveir lökustu flokkamir em teknir
saman þá em aðeins 6% svæða á Norðurlandi vestra í flokkum 4 og 5. Það skýrist af
því að Húnavatnssýslur em vel mjög grónar langt upp á hálendið og jarðvegsrof þar
hlutfallslega lítið. Hátt hlutfall jarða á Vestfjörðum og Austurlandi í flokki 4 má e.t.v.
skýra með því að fjallendi þekur stóran hluta þessara landshluta, en jarðir í þessum
landshlutum ná almennt að vatnaskilum í hálendi Vestfjarðakjálkans og Austfjarða-
ljallgarðsins, það sama á einnig við um Tröllaskaga. Gögn í 4. töflu sýnir niðurstöður
greininga á svæðum sem liggja undir 400 metra hæðarlínu.
4. tafla. Hlutfall svæða (%) sem lenda í landgæðaflokkum 1-5 undir 400 m. h.y.s.
eftir landshlutum.
Landgæðaflokkur
Landshluti 1 2 3 4 5
Vesturland 20,42 50,95 23,12 4,60 0,90
Vestfirðir 7,95 40,06 38,07 13,92 0,00
Norðurland-vestra 41,38 41,69 14,89 1,88 0,16
Norðurland-eystra 50,57 31,77 12,39 4,59 0,69
Austurland 28,53 39,20 22,27 9,07 0,93
Suðurland 50,64 28,91 12,08 4,75 3,62
Þegar gögnin em borin saman kemur í ljós að munurinn á landgæðaflokkuninni er
mismunandi eftir landshlutum. A Suðurlandi er munurinn nær enginn, þegar borin
em saman gögnin af öllu svæði bújarðanna eða eingöngu landi undir 400 m (1.
408