Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 174
3. tafla. Snefílefni í sýnum úr nokkrum eldri rannsóknum, mg kg'1.
Fjöldi sýna Co Cu Fe Mn Zn Ni
Þorsteinn o.fl, 1964 6 bæir 4,7
Magnúso.fl. 1967 28 2,6 159
Áslaugo.fl. 1976 62 11,7 144 129 27
Bjöm o.fl. 1979 83 0,36
Bjömo.fl. 1980 64 0,28 3,8 440 165 30 1,7
Bjami o.fl. 1990 6 8,7 142 161 29
Þorsteinn Þorsteinsson o.fl, 1964; Magnús Óskarsson o.fl, 1967; Áslaug Helgadóttir
og Friðrik Pálmason, 1976; Bjöm Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson 1979
og 1980; Bjami Guðleifsson og Evald Schnug, 1990)
BlÁfé
Lífsnauðsynleg steinefni fyrir búfé eru einnig flokkuð í aðalefni og snefilefni. í fyrri
flokknum eru 7 efni, kalsíum, fosfór, kalíum, natríum, brennisteinn, magnesíum og klór.
Snefilefnin eru a.m.k. 22 talsins (McDowell, 2003), af þeim teljast 9 mjög mikilvæg en
það eru kóbalt, króm, joð, mólýbden, sink, kopar, jám, mangan og selen. Það
uppgötvaðist seinna að hin væm nauðsynleg og sum hafa ekki verið prófuð á öllum
búfjártegundum. Þetta em ál, bór, flúor, blý, nikkel, kísill, vanadíum, arsenik, bróm,
germaníum, litíum, rúbidíum og tin. Það em því mun fleiri steinefni sem teljast
lífsnauðsynleg fyrir búfé en plöntur. Flest þeirra efna sem búfé þarfnast em í plöntum þó
að ekki sé vitað til þess að plöntur þurfi á þeim að halda.
Jarðvegur
Magn snefilefna í jarðvegi ákvarðast fyrst og fremst af því bergi sem jarðvegurinn er
myndaður úr. Búfjáráburður og tilbúinn áburður hafa einnig áhrif. Á hverjum tíma er
mjög lítill hluti forðans aðgengilegur fyrir plöntur. Þar skiptir máli hversu veðranlegt
bergið er, hversu mikið er af lífrænu efni í jarðveginum, sýmstig o.fl. Heildarmagn
snefílefna í jarðvegi er því mjög grófur mælikvarði á aðgengilegt magn snefilefna í
jarðveginum. Ymsar aðferðir hafa verið notaðar til að skola snefilefni úr jarðveginum og
áætla nýtanlegt magn þeirra. Sjaldnast em snefilefnin á formi einfaldra jóna í
jarðvegslausninni heldur era þau í ýmsum ólífrænum eða lífrænum samböndum.
í þessari samantekt er mikið stuðst við rit eftir A.E. Johnston (Johnston, 2004) og þýska
kennslubók (Scheffer, 2002). Upplýsingar um heildarmagn efna í íslensku basalti er úr
greinum Sveins Jakobssonar (1980) og Níelsar Óskarssonar o.fl. (1982). Upplýsingar um
heildarmagn snefilefna í íslenskum jarðvegi er úr grein Þorsteins Guðmundssonar o.fl.
(2005) og um auðleyst snefílefni úr grein eftir Jóhannes Sigvaldason (1992).
172