Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 380
kortlagningunni var prósenta reita notuð og teljum við það ásættanlegt við
samanburðinn. Helsti munurinn sem fram kemur milli stærðarkvarðanna tveggja er að í
föstu reitunum fannst meira af gróðri með yfir 50% þekju heldur en í kortlagningunni.
Skýring á því gæti verið meiri nákvæmni í gagnasöfnun í föstu reitunum en eins er
mögulegt að mismunandi útreikningar skýri þetta að einhverju leyti. Auk þess má geta
að rannsóknasvæðið með föstu reitunum er aðeins minna en það sem kortlagt var og það
gæti skýrt þennan mun ef minni gróður er á því svæði sem fastir reitir voru ekki lagðir
út á. Einnig liðu tvö til þrjú ár milli gagnasöfnunar þessara tveggja athuganna. Við
teljum óverulegan mun vera milli þessara tveggja stærðarkvarða og að því gefnu að taka
þurfi tillit til mismunandi aðferðafræði á þeim þá gefí niðurstöðumar góða mynd af
skiptingu gróðurs eftir þekju á Skeiðarársandi. Samhljóma niðurstöður úr föstu reitunum
gefa einnig vísbendingu um að gróðurkortlagningin hafí tekist vel og notkun SPOT
gervitunglamynda sé álitlegur kostur við mat á gróðri.
A síðari áram hafa rannsóknir á frumframvindu í auknum mæli verið tengdar við
landgræðslu og endurheimt vistkerfa en rannsóknir á landgræðsluaðgerðum geta útskýrt
ferli í framframvindu á sama hátt og rannsóknir í náttúralegum kerfum geta fært okkur
mikilvægar upplýsingar sem nýst geta í landgræðslu (Walker & der Moral 2003).
Landnám gróðurs á Skeiðarársandi síðustu einn til tvo áratugina við oft erfíðar aðstæður
sýna hvemig gróður á Islandi getur numið land á auðnum án inngripa. Rannsóknir okkar
á mismunandi stærðarkvörðum (sjá einnig Bryndís Marteinsdóttir o.fl. 2006, Martin
o.fl. 2006) geta varpað ljósi á þætti sem nýst geta í landgræðslu svæða með aðstæður
sem líkjast þeim sem finna má á Skeiðarársandi.
Þakkir
Kathrin Kofler vann kortlagninguna, Ami Rafn Rúnarsson, Asta Kristín Hauksdóttir,
Bryndís Marteinsdóttir, Jamie Ann Martin, Karólína Einarsdóttir og Steinunn Anna
Halldórsdóttir aðstoðuðu við gróðurmælingar og færam við þeim öllum bestu þakkir
fyrir. Rannsóknimar eru styrktar af Rannís og Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
Heimildir
Ami Snorrason, Páll Jónsson, Svanur Pálsson, Sigvaldi Ámason, Oddur Sigurðsson, Skúli Víkingsson,
Ásgeir Sigurðsson & Snorri Zóphóníasson, 1997. Hlaupið á Skeiðarársandi haustið 1996.
Útbreiðsla, rennsli og aurburður. í Vatnajökull. Gos oghlaup 1996. (ritstj. Hreinn Haraldsson) bls.
79-137. Vegagerðin, Reykjavík.
Bahr, T., 1997. Hydrogeologische Untersuchungen im Skeiðarársandur (Siidisland). PhD ritgerð,
Universitat Mtinchen. [Á þýsku en ítarlegt enskt ágrip]
Bjömsson, H., 2002. Subglacial lakes and jökulhlaups in Iceland. Global andPlanetary Change, 35,255-
271.
Bryndís Marteinsdóttir, Kristín Svavarsdóttir & Þóra Ellen Þórhallsdóttir, 2005. Landnám birkis (Betula
pubescens) á Skeiðarársandi. Fræðaþing landbúnaðarins 2005: 316-318.
Bryndís Marteinsdóttir, Þóra Ellen Þórhallsdóttir & Kristín Svavarsdóttir, 2006. Hvemig verður
gróðurmynstur til? Áhrif örlandslags á dreifingu og nýliðun plantna á Skeiðarársandi. Frœðaþing
landbúnaðarins 2006: 302-305..
Jamie Ann Martin, Þóra Ellen Þórhallsdóttir & Kristín Svavarsdóttir, 2006. Þáttur jökulkerja í
ffumframvindu á jökulsandi. Frœðaþing landbúnaðarins 2006: 350-353.
Kofler, K., 2004. Large scale vegetationpatterns on a sandurplain: a digital vegetation map of
Skeiðarársandur derivedfrom satellite imagery. MSc ritgerð, Universitát Salzburg.
Sigurður Bjömsson, 2003. Skeiðarársandur og Skeiðará. Náttúrufrœðingurinn 71: 120-128.
Sigurður Þórarinsson, 1974. Vötnin stríð. Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa. Menningarsjóður,
Reykjavík.
Walker, L.R. & del Moral, R., 2003. Primary succession and ecosystem rehabilitation. Cambridge
University Press.
Whisenant, S.G., 1999. Repairing damaged wildlands. A process-orientated, landscape-scale approach.
Cambridge University Press, Cambridge.
378