Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 32
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Nýsköpun landbúnaðar - Skógrækt
Þröstur Eysteinsson* og Aðalsteinn Sigurgeirsson**
*Skógrœkt ríkisins, Egilsstöðum. **Rannsóknastöð Skógrœktar ríkisins, Mógilsá
Fyrir skógrækt á íslandi eru efnisleg rök, siðfræðileg rök og lýðræðisleg rök.
Efnislegu rökin eru þau að (a) skógar heimsins fara þverrandi', (b) fýrirsjáanlegur er
skortur á skógum og skógarafurðum, með ört fjölgandi mannkyni1, (c) það er hægt að
rækta skóg á íslandi og (d) á íslandi er nóg framboð á landi til skógræktar. Hér eru
a.m.k. 20 trjátegundir sem henta til skógræktar, þar af fímm sem eru gróðursettar í
miklum mæli2. Með kvæmavali og kynbótum hafa orðið miklar framfarir í þeim
erfðafræðilega efniviði sem við notum og mun sú þróun halda áfram. Við erum að
gróðursetja mun betri tré nú en fyrir 20 árum og eftir önnur 20 ár verða þau enn betri.
Framfarir í ræktunartækni og þekkingu á skógræktarskilyrðum eru einnig að skila sér í
auknum árangri og bættri skilvirkni. Við getum ræktað skóga sem ná hverjum þeim
markmiðum sem við setjum okkur í skógrækt; vistheimt, jarðvegsvemd, vatnsvemd,
loftslagsvemd (kolefnisbinding), skjól, útivist og timbur. Það er fullkomlega
réttlætanlegt að taka land til skógræktar til að ná þessum markmiðum, frjósamt land
elcki síður en rýrt.
Siðferðilegu rökin em nátengd efnislegu rökunum og oft sett fram þannig að okkur
beri að „greiða skuld okkar við landið“; að við eigum að endurreisa það lífríki og þá
auðlind sem glataðist með ósjálfbærri nýtingu skóga. Þetta þýðir ekki að við eigum að
reyna að endurheimta að fullu það vistkerfi sem hér var við landnám, heldur að við
eigum að stöðva frekari eyðingu og græða upp manngerðar auðnir með skógi.
Islendingar nota jafn mikið af skógarafurðum miðað við höfðatölu og aðrar þjóðir
með sambærileg lífsgæði. Hér em þær þó nær allar innfluttar. Komi innfluttar
skógarafurðir frá löndum þar sem ekki em í gildi hefðir, lög eða reglur um sjálfbæra
nýtingu skóga eða þeim ekki framfylgt, er nýting Islendinga á skógum ennþá
ósjálfbær. Þá höfum við flutt út skógareyðinguna og „úthýst“ (e. outsourced)
landhnignun. Ræktun og sjálfbær nýting á eigin skógarauðlind dregur úr hættunni á
að það gerist. Innflutningur veldur okkur engum vandræðum á meðan góðæri ríkir, og
aðgengilegar timburauðlindir em fyrir hendi í útlöndum. Samkvæmt Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna rýma skógar jarðar árlega um flatarmál sem
samsvarar flatarmáli Islands, utan jökla, á sama tíma og mannkyni ljölgar og spum
eftir skógarauðlindum vex1'3. Samkvæmt sömu heimildum eyðast varanlega þrír
hektarar skóglendis árlega fyrir hvem hektara sem græddur er skógi í heiminum. Að
nýta hluta gróðans þegar efnahagslegt góðæri ríkir til að byggja upp auðlindir, þar á
meðal skóg, er einfaldlega skynsamlegt.
Veigamestu rökin fyrir skógrækt em hin lýðræðislegu. Mikill meirihluti fólks á Is-
landi vill sjá meiri skóg í landinu og rækta hann upp. Þetta birtist meðal annars í
mikilli þátttöku í skógræktarfélögum (yfir 7.500 manns), mikilli aðsókn í skógi og
kjarri vaxin útivistarsvæði og þegar almenningur er spurður um afstöðu sína til þess
hvort auka beri flatarmál skóglendis í landinu4. í könnun IMG Gallup sem gerð var í
september 2004 kom fram að 85% svarenda vildu meiri skóg á íslandi.
30