Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 29
Vatnsmiðlun
Ein mikilvægasta þjónusta vistkerfa, og þar með landgræðslustarfsins, er að gróður og jarðvegur
geymir vatnið í sér eftir úrfelli og miðlar því frá sér. Vatnsforði heimsins, sem nota má m.a. til
neyslu og ræktunar, er í raun afar takmarkaður. Um 54% af aðgengilegum vatnsforða jarðar er nú
þegar í notkun, en sú tala verður með sama áframhaldi komin í 70% árið 2025, en enn hærri,
jafnvel 90%, ef fleiri þjóðir taka upp þá sóun á vatni sem einkennir vestrænar þjóðir. Mengun
vatns fer jafnframt vaxandi. Ljóst er að alþjóðleg eftirspum eftir góðu neysluvatni mun vaxa
mjög á næstu ámm, sem vafalítið mun skipta Island miklu máli. Fjallað er um fleiri hliðar
vatnsmiðlunar, svo sem með tilliti til rennslis í ám og lækjum og veiðihagmuna, í öðmm greinum
í þessu riti.
Vemdun loftslags
Á fræðaþingi 2005 var m.a. tjallað um kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt. Gróður
umbreytir koltvísýring í lífræn efni með ljóstillífun, en við landhnignun losnar kolefni úr lífrænu
efni, sem veldur í heild um þriðjungi af uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda á jörðinni. Með því að
auka landgræðslu og skógrækt, samhliða því að m.a. draga úr bmna jarðefnaeldsneytis, væri unnt
skapa jafnvægi í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, þ.e. að losun yrði jafnmikil eða minni
en það sem bundið er.
Líffræðileg fjölbreytni
I aldanna rás hefur líffræðilegri fjölbreytni hnignað mjög vegna gróðureyðingar og jarðvegsrofs.
Með landgræðslustarfinu er verið að endurreisa virkni vistkerfa og þar með líffræðilega
fjölbreytni, jafnffamt því að koma í veg fyrir frekari hnignun. Val á aðferðafræði þarf m.a. að
taka tillit til alþjóðlegra viðmiðana um líffræðilega fjölbreytni.
Forvarnargildi landgrœðslustarfsins
Markvisst landgræðslu- og skógræktarstarf hefur margvíslegt forvamargildi sem of lítill gaumur
er gefinn að. Þannig er áríðandi að auka gróður á stórum svæðum til að binda gjósku úr hinum
tíðu eldgosum til að koma í veg fyrir að gosefni fjúki undan vindum og valdi keðjuverkandi
skaða á gróðri og jafnvel mannvirkjum. Hekluskógaverkefnið, þar sem ráðast á í endurheimt
skóglendis í nágrenni Heklu, er dæmi um landbætur með slíkt meginmarkmið, eins og fjallað er
um í þessu riti. Á sama hátt er mikilvægt að koma upp gróðri sem veitir viðkvæmum jarðvegi
varanlega vöm á hundmðum ferkílómetra illa farins lands. Meðal annarra forvamarþátta sem em
vanræktir hér á landi miðað við önnur lönd er að bæta vatnsmiðlun á vatnasviðum áa og lækja til
að draga úr flóðatíðni.
Atvinnusköpun
Mörg fleiri dæmi um hinn fjölþætta ávinning landgræðslu og skógræktarstarfs mætti nefna, s.s.
bætta ásýnd lands, minni skafrenning, aukið skjól og margvíslega veiðihagsmuni. Ljóst er að
ávinningur slíks starfs er mikill, og hann nær langt út fyrir hagsmuni viðkomandi bónda eða
landbúnaðarins sem slíks. Hinn sameiginlegi ávinningur þjóðarinnar er stærstur, og því er eðlilegt
að þjóðin kosti viðgerðir á þeim skaða sem orðið hefur á landinu í tíð forfeðra okkar allra.
Sanngjamt er að greiða bændum fyrir það starf, að hluta eða fullu eftir aðstæðum. Launagreiðslur
til bænda vegna landgræðslustarfa em miklu minni en vegna skógræktar. Því þarf að breyta, og
gera landgræðslu að fullgildum atvinnuvegi innan landbúnaðarins.
27