Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 59
hverja tjöm vom tekin sýni með því að háfa úr vatnsyfírborði, innan um botngróður
og rétt yfír tjamarbotni. Hiti, sýrastig og leiðni vora mæld í hverri tjöm. Flatarmál
tjamanna var mælt á staðnum eða af loftmyndum (stærstu tjamimar). Hnitun (DCA;
Detrended Correspondence Analysis og CCA; Canonical Correspondence Analysis)
vora notaðar til að greina tengsl sýnatökusvæða annarsvegar og umhverfísþátta og
samfélagsgerða hinsvegar (ter Braak og Smilauer 2002).
Niðurstöður og umræður
Holtavörðuheiði
Sýnatökur fóra fram þann 29. júlí 2002, vora sýni tekin úr 20 tjörnum. Allt svæðið er
mjög vel gróið. Tjamarbakkamir vora vel grónir, aðallega með gulstör (Carex
lygnbyii) og klófífu (Eriophorum angustifolium). Mýrarauði var áberandi í sjö af
þessum 20 tjömum, en hinar voru að mestu tærar. Langflestar tjamanna vora innan
við eins metri djúpar og aðeins fjórar þeirra grynnri en 50 cm, og gætu þar af leiðandi
þomað upp á þurram sumram. Athugunarsvæðið liggur í 338-390 m yfír sjávarmáli.
Flatarmál tjamanna var mjög mismunandi eða á bilinu 8 og 6000 fermetra (1. tafla).
Leiðni tjamavatnsins var á bilinu 38-70 pS/cm og sýrastigið 7,2-8. Vatnshitinn var á
bilinu 9-13,7 °C. Alls fundust 32 mismunandi tegundir/hópar dýra í tjömunum á
Holtavörðuheiði. Krabbadýr vora einkenndandi fyrir dýrasamfélög þessara tjama,
einkum rauðdílar (Diaptomus spp.), ranaflóin (Bosmina coregoni) og hnoðaflóin
(Polyphemus pediculus).
Þorskafi arðarheiði
Sýnatökur fóru fram 21. og 22. júlí 2002. Sýni vora tekin úr 27 tjömum, þar af
tveimur á Steingrímsljarðarheiði. Heiðin er fremur berangursleg, að miklu leyti
gróðurvana, mosa er þó víða að fínna og í snjódældum er nokkur hágróður.
Tjamabakkamir vora í flestum tilfellum gróðurvana, grýttir eða sendnir. Allar
tjamimar vora tærar. Ekki var unnt að mæla dýpi þeirra vegna stærðar, en flestar
tjamanna era án efa alldjúpar, eða meira en metri á dýpt. Tjamirnar liggja í 410-491
m yfir sjávarmáli (1. tafla). Flestar vora þær fremur stórar og myndu líklega frekar
flokkast sem smávötn, en mörkin á milli hvað telst tjöm og hvað telst vatn era mjög
mikið á reiki. Minnsta tjömin var 30 m2, en sú stærsta rúmur 0,5 km2 að stærð.
Leiðni vatnsins var 18-71 pS/cm og sýrustigið 6,4-7,9 (1. tafla). Vatnshitinn var 9,4-
12,6 °C. Á Þorskafjarðarheiði fundust 41 tegundir/hópar dýra. Dýrasamfélög
tjamanna einkenndust af krabbadýram, þar voru rauðdílar {Diaptomus spp.), kúluflóin
(Chydorus sphaericus) og mánaflóin {Alona affmis) mest áberandi. Ein ný ættkvísl
og tvær nýjar tegundir annarrar ættkvíslar rykmýs, sem ekki hefur verið lýst áður á
Islandi fundust í nokkrum tjömum á Þorskafjarðarheiði.
Votlendi við Berafiörð. austan við Hríshólsvatn
Rannsóknasvæðið var valið til að hafa tjarnir á láglendi nálægt Þorskafjarðarheiði til
samanburðar. Allt svæðið er mjög vel gróið votlendi innst í Berafírði í
Barðastrandasýslu. Þar er nokkur fjöldi tjama og eitt lítið vatn, Hríshólsvatn sem er
rúmir 0,05 km2 að stærð. Tekin vora sýni úr 6 tjömum að Hríshólsvatni meðtöldu
þann 21. júlí 2002. Tjamimar liggja í dæld sem er í 35-40 m yfir sjávamiáli. Stærð
tjamanna sem sýni vora tekin úr var á bilinu 25 m2 og 0,05 km2. Leiðni tjamavatnsins
var nokkuð há (151-287 pS/cm) sem má líklega skýra af nálægð sjávar (1. tafla).
Sýrastig tjamanna var 6,5-8,2 og vatnshitinn 14.1-16 °C. Alls fundust 28
57