Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 202
2002. Það er notað til að knýja nokkra tugi bíla, en meginhlutanum er brennt til að framleiða
rafmagn og afköstin eru 0,85 MW. Allt gasið, sem til fellur á sorphaugunum, myndi nægja til að
knýja 5000 bíla. Aætlað hefur verið að með því að fullvirkja búfjáráburð, lífrænan úrgang, skolp
o.fl. geti það svarað til 23 MW virkjunar (Bjöm H. Halldórsson, 2004). Avinningurinn af því að
virkja metan í stað þess að hleypa því út í andrúmsloftið er þó margfalt það sem nemur
orkugildinu því að metan er mjög virk gróðurhúsalofttegund, 21 sinni virkari en koltvíildi.
Syngas fæst við hitun á lífrænu efni í >700°C. Það er m.a. framleitt til heimilisnota og notkun
þess breiðist töluvert út. I Kína fá 11 milljónir heimila orku, aðra en rafmagn, með eigin
framleiðslu á gasi. Betri nýtni fæst við >1200°C. Með því að umbreyta lífmassa í gas í stað þess
að brenna honum nýtist orkan betur og mengun verður minni. Þessi aðferð er nú þegar notuð í
einhverjum mæli á Norðurlöndum og verður kynnt ásamt öðm á sýningu og ráðstefnu í
Jönköping í Svíþjóð 30. maí - 1. júní n.k (www.worldbioengy.se). í kynningu segir að í Svíþjóð
komi fjórðungur allrar orku úr lífmassa.
Fljótandi eldsneyti
Fljótandi eldsneyti úr lífmassa fellur í tvo flokka eftir því hvort það er notað á bensín- eða
dísilvélar eða afbrigði af þeim. Til blöndunar í bensín er framleitt etanól (vínandi). Iblöndun sem
nemur 5-10% hækkar oktantölu og kemur í stað eitraðs efnis sem líklegt er að verði bannað
innan tíðar. Etanól má því vera nokkm dýrara en bensín án þess að slík íblöndun verði
óhagkvæm. Brasilíumenn hófu að blanda etanóli í bensín um 1965. Með endurbótum á bílvélum
má auka hlut etanóls eða nota það eitt sér. Orkan nýtist betur en úr bensíni og útblásturinn verður
hreinni, en þó er við ný mengandi efni (aldehýð) að fást. Brasilíumenn vinna etanól úr sykurreyr.
Framleiðslan fer vaxandi og nemur nú 40% af þörfmni. Það er orðið ódýrara en bensín. Ekki
verður víða hægt að framleiða eldsneytið eins ódýrt og í Brasilíu. Bandaríkjamenn framleiða
einnig vemlegt magn af etanóli. I Evrópu er einnig víða farið að nota etanól og telja Spánverjar
sig vera komna lengst.
Fljótandi dísileldsneyti er unnið úr lífmassa með ýmsum hætti og hefur verið nefnt lífdísill. Hér á
landi var eldsneyti á bíla unnið í kjötmjölsverksmiðjunni á Suðurlandi og reyndist ágætlega. Það
em fitusýmmar sem em notaðar í þetta eldsneyti og með lítilli íblöndun (5%) dregur mikið úr
þeirri mengun af fostum ögnum sem gerir dísilbíla svo hvimleiða (Halla Jónsdóttir, 2004). Síldar-
eða loðnulýsi hefur einnig verið brennt í stað olíu. I Evrópu er lífdísill unninn úr repjuolíu og í 7.
tbl. Freys 2005 er viðtal við bónda í Bandaríkjunum sem hefur snúið sér að framleiðslu eldsneytis
úr sojaolíu. Þegar fitu er breytt í eldsneyti em fitusýrumar leystar úr sambandi við glýseról og
esterar búnir til.
Dísileldsneyti, sem líkist jarðolíu, má vinna úr hvaða kolefnissambandi sem er og til þess em
ýmsar aðferðir, en jafnan er um að ræða háan hita og mikinn þrýsting. Oftast er það unnið úr
lífrænum efnum. Þetta eldsneyti getur hentað misjafnlega, t.d. við kulda, en einnig getur orðið til
rokgjamt efni sem má nota á flugvélar. Vetni er ekki talið hentugt á fiskiflotann. Þess í stað hafa
þróast hugmyndir um að nota hér aðferð sem var fundin upp 1923 og er kennd við Fischer-
Tropsch (FT). Þá yrði vetni, sem fæst við rafgreiningu, látið hvarfast við útblástur úr stóriðjuveri,
t.d. jámblendiverksmiðjunni á Gmndartanga, og gæti framleiðslan þar fullnægt þörfum alls
flotans. Hefur afurðin verið nefnd díselín (Þorsteinn I. Sigfusson í erindi í Lbhí á Keldnaholti
12.12.2005).
200