Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 344
allan í kartöflurásina, en ekkert af þessu gaf aukna uppskeru. Ekki var þó prófað að láta Kjama og
þrífosfat saman koma í kartöflurásina. í upptökutímatilraun kom í ljós að áhrif flýtiáburðarins
jöfnuðust á við vöxt kartaflna í eina viku. Hann er því rétt nefndur flýtiáburður og þessi aðferð
við dreifmgu áburðar ætti að vera hagkvæm þar sem vaxtartími er stuttur eða stefnt er að því að
koma kartöflum snemma á markað. Yfirbreiðsla með plasti hefur þó sennilega meiri áhrif.
Forræktun og sáðskipti
A 1. og 2. mynd sést að kartöfluuppskera er mjög breytileg og að áhrif áburðar umfram lágmarks-
skammt (5-700 kg af Græði 1/ha) em oftast lítil miðað við þann breytileika. Einnig munu gæði
kartaflna skipta meira máli en uppskemauki sem nemur e.t.v. ekki nema 1-3 t/ha. Einkum spilla
útlitsgallar vegna sveppasýkingar fyrir kartöflum og ráðið gegn þeim er einkum sáðskipti.
I tilraunum á Korpu 2004 voru skörp skil, öðmm megin þeirra spmttu kartöflumar seinna en
hinum megin. Munurinn á uppskem varð 4,5 t/ha, meiri en nokkurs staðar fékkst í áburðartilraun.
Þeim megin, sem minna spratt, voru kartöflur einnig árið áður, en gulrófur, sem vom ræktaðar til
frætöku, vom hinum megin. Sennilega er réttara að álykta að gulrófur hafi jákvæð áhrif sem
forræktun en að kartöflur hafí slæm áhrif á kartöflur árið eftir. Forræktunaráhrif em vel þekkt í
sáðskiptum og má oftast túlka sem N-áburðaráhrif. Þroskað kom skilur eftir gróðurleifar með hátt
C/N-hlutfall og N-áburðarþörf er því meiri eftir kom en margar aðrar tegundir nytjagróðurs
(Jónatan Hermannsson og Hólmgeir Bjömsson, 2002). Kartöflur skilja eftir litlar gróðurleifar og
þess vegna gætu þær fallið í svipaðan flokk og kom þótt C/N-hlutfallið sé ekki hátt (Hólmgeir
Bjömsson, 2004b). Friðrik Pálmason (1991) gerði tilraunir með áburð á kartöflur eftir lúpínu,
bæði einærri og alaskalúpínu sem var þriggja ára. Uppskemauki fékkst ekki fyrir blandaðan
áburð umffam 70 kg N/ha ólíkt því sem fékkst í öðmm tilraunum, sjá 2. mynd, og sýnir sú niður-
staða forræktunaráhrif af niturbindandi gróðri. Kanna mætti upplýsingar um gömlu áburðartil-
raunimar til að leit skýringa á breytilegum niðurstöðum, en ólíklegt er að þær séu fullnægjandi til
þess. Mismunandi P-þörf skiptir einnig máli og gæti t.d. skýrt hæstu gildin á 1. mynd.
í þessu yfirliti yfir niðurstöður tilrauna er leitast við að sýna fram á að blandaður áburður >1000
kg/ha á kartöflur sé oftast umfram þarfir, en oft eða oftast mun svo mikið vera borið á kartöflu-
land. Fosfór og kalí safnast í jarðveg og söfnun á kalíi spillir jarðvegi. Mikilvægt er að stilla
notkun áburðar í hóf. P-áburður á kartöflur þarf þó að vera umfram það sem fjarlægt er með
uppskera. Prófa þyrfti í tilraunum hvort spara megi P-áburð á aðrar tegundir í sáðskiptum.
Einfaldast er að koma á sáðskiptum við komrækt, en bygg er þó líklega ekki heppilegasta
forræktunin fyrir kartöflur og best að sáðskiptin séu í tengslum við búfjárrækt.
Helstu ályktanir
í þessari grein er gefið yfirlit yfir niðurstöður tilrauna sem em ýmist einhæfar eða of fáar til þess
að í rauninni megi draga miklar ályktanir af þeim. Hins vegar er kartöflurækt ekki mikill þáttur í
íslenskum landbúnaði og því kann að verða bið á meiri rannsóknum.
Frá 1948 til 1995 vom gerðar 50 tilraunir með vaxandi skammta af blönduðum áburði, hér túlk-
aðar sem tilraunir með vaxandi N, og frá 1965-7 og 2004-5 em 9 tilraunir með vaxandi N.
Lægsti áburðarskammturinn var oftast 60-80 kg N/ha. A neðri hluta ferilsins hafa áhrif blandaðs
áburðar eflaust stundum verið P-áhrif að hluta. Ahrif N-áburðar á uppskem kartaflna em mjög
breytileg og í þriðjungi til helmingi tilrauna hafa þau verið óvemleg. I sumum tilfellum eykur
áburður umfram 120-150 kg N/ha uppskem, en varla er ráðlegt að bera svo mikið á. Ekki er
342
J