Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 187
6. tafla. Niðurstöður greininga eftir sýslum, mg/kg þe, nema % fyrir S.
n Co Cu Fe 1 Mn Mo S Se Zn
Borgarf. 7 - 9,54 302,0 - 161,3 - 0,25 0,0147 32,9
Mýrar 7 - 7,80 224,0 - 164,0 - 0,23 0,0143 29,1
Snæfellsn. 7 - 5,57 103,4 - 184,8 - 0,21 0,0122 26,3
Dalir 4 - 8,51 385,6 - 160.0 - 0,23 0,0116 30,2
Barðast. 8 - 7,08 125,6 - 180,0 - 0,24 0,0119 30,1
Isafjarðas. 7 - 7,03 139,3 - 180,6 - 0,23 0,0120 32,7
Strandir 5 - 7,10 124,1 - 138,7 - 0,23 0,0387 32,8
V-Hún 6 - 7,30 123,6 - 86,3 - 0,23 0,0294 32,4
A-Hún 14 - 8,71 282,9 - 131,5 - 0,27 0,0075 36,5
Skagafi. 15 - 8,46 126,1 - 113,5 - 0,26 0,0093 34,5
Eyjafj. 12 - 8,53 220,8 - 72,8 - 0,25 0,0330° 30,6
N-Þing. 4 - 8,00 275,2 - 151,8 - 0,21 0,0210 27,5
S-Þing 18 - 8,55 203,7 - 94,9 - 0,25 0,02772) 31,8
N-Múlas. 16 - 8,12 175,0 - 122,0 - 0,23 0,0176 30,3
S-Múlas. 9 - 8,57 392,4 - 237,3 - 0,24 0,0270 37,3
A-Skaft. 6 - 6,39 74,1 - 146,8 - 0,19 0,0078 30,7
V-Skaft. 9 - 5,66 269,6 - 85,1 - 0,20 0,0122 32,8
Rangárv. 21 - 6,15 132,1 - 73,7 - 0,20 0,00623) 31,4
Amess. 20 6,97 228,9 “ 91,0 0,21 0,0138 32,9
1)n=18;2) n= 14;3)n = 20.
Sýnin eru flokkuð eftir landshlutum og mismunur þeirra metinn tölffæðilega (tafla 7).
Fervikagreining og próf sem tengjast normaldreifmgu eru notuð þar sem það á við þ.e.
fyrir kopar, brennistein og sink. Stikalausu prófi, Kuskal-Wallis, var beitt þar sem
gildin eru ekki normaldreifð, þ.e. mangan, jám og selen, og tekur það til miðgildis.
Hámarktækur munur á landshlutum (P<0,001) var á kopar, brennisteini, mangani og
selen og einnig var marktækur munur (P<0,05) á sinki og jámi. Munur var á sýslum
innan landshluta fyrir kopar (P<0,01, lægst í Snæfellssýslu og hæst í
Borgarfjarðarsýslu), sink og brennistein (P<0,05), en ekki var prófað hvort munur
væri á mangani og seleni milli sýslna innan landshluta.
Athyglisvert er hve Suðaustur- og Suðurland er lágt í mögum snefílefnum. Kopar,
brennisteinn og selen em öll lægst á þessum svæðum, þá er mangan lægst um miðbik
landsins þ.e. Suðurlandi og Norðausturlandi. Lægstu gildi fyrir jám eru á
Vestfjarðakjálkanum og lægsta meðaltal sinks var á Vesturlandi.
Munur landshlutanna sést einnig glöggt á kassaritum. Innan kassans er helmingur
gilda og er honum skipt með þverstriki um miðgildið. Efsti og neðsti fjórðungur gilda
er sýndur sem strik að ysta gildi, nema ef ystu gildi víkja svo mikið frá að vart er um
samfellda dreifingu að ræða eru þau sýnd stök.
Lokaorð
Gert er ráð fyrir frekari rannsóknum á snefílefnastöðu búijár í framhaldi af þessum
niðurstöðum um styrk snefdefna í heyi. Tilefni er til að skoða sérstaklega kopar, selen
og sink miðað við þarfir búfjár. Einnig er beðið með óþreyju eftir greiningu á styrk
joðs í heyi enda era engar upplýsingar til um styrk joðs í heyi eða blóði búfjár á
Islandi.
185