Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 310
Fræðaþing landbúnaðarins 2006
Búfjárfjöldi og landgæði
Dæmi um notkun gagnagrunns Nytjalands
Einar Grétarsson, Olafur Amalds, Sigmar Metúsalemsson,
Fanney Gísladóttir og Bjöm Traustason
Landbúnaðarháskóla Islands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Inngangur
Miklir landkostir era undirstaða þess að stunda öflugan búrekstur. Gagnagmnnur
Nytjalands hefur að geyma upplýsingar um landgæði, en Nytjaland er samstarfsverkefni
Landbúnaðarháskóla íslands, Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Islands og
landbúnaðarráðuneytis. Nú þegar hefur verið safnað landamerkjum flestra bújarða
landsins í Nytjaland, sem jafnframt tekur til gróðurlendis á bújörðum, svo unnt er að meta
landstærðir og landgæði og meta þær fyrir landið í heild. Forvitnilegt er að nota
gagnagrunn Nytjalands til að kanna hvort tengsl séu á milli landstærða og landgæða
annars vegar og búfjárfjölda hins vegar. Könnun á slíkum tengslum er aðeins dæmi um
þá miklu möguleika til úrvinnslu gagnanna í Nytjalandi, úrvinnslu sem nú er á
byrjunarstigum.
Gögn og úrvinnsla
Gangagrunnur nytjalands hefur nú að geyma upplýsingar fyrir um 5870 bújarðir auk
annarra spildna og landareigna, alls um 7800 jarðir og landskikar. Við þá könnun sem
hér er lýst vom Landstcerðir bújarða fengnar beint úr gagnagmnni Nytjalands og notaðar
vora 2538 jarðir, þar sem skráðar vora heimildir um ærgildi í grunninn. Kýr eru ekki
hafðar með í þessum útreikningum. Notuð er ærgildi og fjöldi hrossa á hverri jörð (gögn
frá 2002). Fjöldi hrossa var margfaldaður með stuðlinum 7 og sú tala lögð við fjöld fjár
(ærgildi) til að fá ærgildi fyrir hverja jörð. Vafalaust koma fleiri stuðlar til greina, og
verður það skoðað sérstaklega síðar. Notuð voru númer jarða í gagnagrunninum, en heiti
þeirra koma hvergi fram við útreikninga eða úrvinnslu. Keyrslur voru gerðar á grunni
landsins alls, en einnig fýrir hvem landshluta (Vesturland, Vestfirði, Norðvesturland,
Norðausturland, Austurland og Suðurland).
Við mat á landgœðum var notuó aðferð sem lýst er í grein Sigmars Metúsalemssonar o.fl.
(2006) í þessu riti. Notuð er gróðurflokkun Nytjalands og gagnagrunnur Lbhí og L.r. um
jarðvegsrof, sem til er fyrir landið allt. Landgæðum var skipt í fimm flokka eins og lýst
er í 1. töflu, þar sem gróðurflokkar og jarðvegsrof mynda skilyrði sem setja landið í
tiltekin landgæðaflokk (sjá Sigmar Metúsalemsson o.fl., 2006). Bestu gæði eru einkunnin
1 en þau verstu 5. Utreikningamir ná ekki til hálendisvæða því einvörðungu var reiknað
fyrir myndeiningar sem lágu neðan 400 m hæðarmarka. Utreikningamir á landgæðum
308
J