Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 41
öðrum hætti. Nokkuð er um að farið sé að takmarka aðgengi annarra að landinu með
uppsetningu skilta sem á stendur “Bannaður aðgangur”. Mikilvægt er að tryggja almannarétt
að landinu (samanber Lög um Náttúruvemd nr. 44 ffá 1999) en landeigendur geta frekar með
sölu þjónustu, leiðarlýsinga og annarra upplýsinga um náttúru og sögu haft tekjur af sínu
landi.
Afurðir hins hefðbundna landbúnaðar
- Heimavinnsla
Stór hluti af menningartengdri ferðaþjónustu víðast um heim er matur, og mikið lagt uppúr að
kynna og selja hefðbundin matvæli (Laufey Haraldsdóttir og Ólöf Hallgrímsdóttir 2005).
Víða er slíkur matur mest eða eingöngu framleiddur af smáum aðilum og/eða í heimavinnslu
og seldur sem munaðarvara, á mun hærra verði en fjöldaffamleiddar afúrðir. Mikil aukning
hefúr orðið í framleiðslu slíkra heimavinnsluafurða í nágrannalöndum okkar og í Noregi er
“matur og menning” orðið að háskólanámi (Tradisjónsmat -Háskólinn í Þelamörku -sjá:
http://www.hit.no/main/content/view/full/9099 ). íslendingar hafa verið alveg furðulega
andvaralausir um að viðhalda sinni matarmenningu og talið hana lítils verða. Helstu afurðir
íslensks landbúnaðar voru og eru enn þann dag í dag kjöt og mjólk. Vegna skorts á salti og
erfiðleika við þurrkun matvæla þá þróaðist hér á landi alveg sérstök geymsluaðferð með
samspili þessara afurða, þar sem kjötið var geymt í mjólkursýrunni - við súmun. Þessi
geymsluaðferð á kjötafurðum er mjög sérstök og nær óþekkt annarsstaðar í heiminum
(Hallgerður Gísladóttir 1999; sjá einnig Rozin 1992). Þar sem þessi aðferð er okkar sérstaða
og auk þess mun hollari geymsluaðferð en notkun tilbúinna rotvamarefna þá eigum við að
viðhalda og þróa þessa matarhefð áfram. Auk súrmetis var notkun ýmissa villtra
plöntutegunda mikilvægur þáttur í okkar matarmenningu sem einnig er full ástæða til að
viðhalda og þróa áfram (sjá samantekt Hallveigar Gísladóttur 1999).
Miklu máli skiptir uppá gæði landbúnaðarafúrðanna hvemig þær em framleiddar. Gæði
mjólkur er mjög háð framleiðsluaðferð (Torfi Jóhannesson o.fl. 2006). í dag er ekki gerður
greinarmunur á, hvorki í verði né í styrkveitingum, hvemig afúrðin er framleidd, með
undantekningu um lífræna ræktun, né heldur hvaðan hún sé. Vaxandi hópur neytenda gerir
kröfú um að fá upplýsingar um upprunastað og framleiðsluaðferðir og fá afurðir með meiri
áherslu á gæði en lágt vömverð.
-Menningin/sagan
I könnun Ferðamálaráðs frá 2004 kom fram að aðeins um fjórðungur erlendra ferðamanna
kom til landsins vegna menningarinnar og sögunnar (Ferðamálaráð 2004). Erlendis hefúr
menningartengd ferðaþjónusta verið sú grein ferðaþjónustunnar sem vaxið hefur hvað mest á
undanfömum ámm (Rögnvaldur Guðmundsson 2005), og má færa líkur að því að svo geti
einnig orðið hjá okkur í framtíðinni. Til að svo geti orðið er hins vegar mikilvægt að gera sé
grein fyrir að lifandi menning er það sem ferðamenn vilja upplifa, ekki dauða fortíð innan
veggja safnahúsa. Þó að búið sé að koma upp söfnum um hina ýmsu þætti íslenskrar
menningar, s.s Sauðfjársetur á Ströndum, Draugasetur á Eyrarbakka, Vesturfarasetur á
Hofsósi eða Veiðisafn í Borgarfirði er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þessi söfn geta
ekki ein og sér borið uppi menningartengda ferðaþjónustu, því ferðamenn leita í auknu mæli
eftir lifandi, persónulegri og umhverfisvænni afþreyingu og reynslu í ferðum sínum
(Rögnvaldur Guðmundsson 2005). íslensk menning er að stærstum hluta
landbúnaðarmenning og menning náttúrunýtingar, veiða og grasnytja. Mikilvægi
sauðkindarinnar í þessu samhengi er mikið, hvort sem um er að ræða afúrðir, ömefni,
landnýtingu eða vinnubrögð. Sé litið til stöðu sauðljárræktarinnar má öllum ljóst vera að þar
em blikur á lofti og hætta á að þessi homsteinn íslenskrar menningar um aldir líði undir lok á
39