Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 409
Gróðurflokkun Nytjalands er skipt í 10 flokka er lýsa gróðurfari, auk vatns og jökla
(Sigmar Metúsalemsson og Einar Grétarsson 2003). Flokkamir em eftirfarandi:
■ Ræktað land
■ Graslendi
■ Kjarr og skóglendi
■ Ríkt mólendi
■ Rýrt mólendi
■ Mosi
■ Votlendi
■ Flálfdeigja
■ Hálfgróið
■ Lítt gróið
■ Vatn
■ Snjór
Búið er að flokka um 80% af landinu í gróðurflokka, m.a. stærsta hluta láglendis, en
nokkur svæði em með skýjahulu á gervihnattamyndum, en þau vora klippt burt í
landgæðaflokkuninni. Stærsta skýjasvæðið er mestur hluti Skagafjarðar og vestan-
verður Tröllaskagi. Einnig vora útilokuð svæði sem flokkuðust sem vatn og snjór.
Landið var flokkað í 5 landgæðaflokka, (1. tafla) þar sem eftirfarandi reglur voru
notaðar.
1. tafla. Reglur við flokkun lands í landgæðaflokka.
Landgæðaflokkur Gróðurflokkar Rofflokkar
1 Ræktað land, Graslendi, Kjarr og skóglendi, Hálfdeigja, Votlendi, Ríkt mólendi 1,2
2 Rýrt mólendi, Mosi 1,2
3 Ræktað land, Graslendi, Kjarr og skóglendi, Hálfdeigja, Votlendi, Ríkt mólendi 3,4,5
4 Rýrt mólendi, Mosi 3,4,5
5 Hálfgróið, Lítt gróið
Landgæðaflokkunin er fengin með flokkun á mynd af öllu landinu með
myndeiningum sem era 15x15 metrar. Til að fá einkunn fyrir hverja jörð er og reiknað
vegið meðaltal flokkana 5. Því sýnir fjöldi mælinga ekki fjölda jarða, heldur fjölda
fláka, en hver jörð getur samanstaðið af fleiri en einum fláka. Til að einfalda
framsetningu var meðaltalið flokkað í 5 flokka (2. tafla) og landinu skipt í 6
landshluta þar sem teknar era saman niðurstöðumar fýrir hvem landshluta, en
höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi er sleppt.
2. tafla. Lokaeinkunn landgæða bújarða.
Meðaleinkunn Lokaeinkunn
1 - 1,49 1
1,5-2,49 2
2,5 - 3,49 3
3,5 - 4,49 4
4,5-5 5
Til að skoða áhrif fjallendis á landgæði, þar sem það hefur áhrif, var tekið allt land
neðan 400 metra hæðarlínu og greint á sama hátt til samanburðar.
407