Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 167
milli raða. í grónum sverði spíraði sumarrýgresið ágætlega en varð ekki mjög kröftugt
líklega vegna samkeppni við túngrösin (Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir 2001).
Vorið 1999 var sáð með niðurfellingartæki í kalblett í miðju túni og farið oft yfir sama
blett bæði langs og þvers. Við þetta fékkst góð þekja vallarfoxgrass (Þórarinn
Leifsson, munnleg heimild 2004). I Noregi hafa verið gerðar tilraunir með ísáningu
samhliða niðurfellingu mykju. I einni slíkri tilraun var rauðsmára og hvítsmára sáð í
gróið land. Þekja þessara tegunda var um 5-10% íyrir ísáningu en jókst í 20-30%
(Simonsen, Bjornar 1999).
Við ísáningu, með niðurfelldri mykju, er fræinu blandað í tankinn og hrært saman við
mykjuna. í Noregi var hannaður frædreifibúnaður til að tengja við DGI niður-
fellingarbúnað. Sú hönnun byggði á að fræinu er blandað saman við mykjuna rétt áður
en hún er felld niður (Simonsen, Bjomar, 1999). Til stóð að kaupa þennan búnað til
landsins og prófa hér á landi, en ekki fékkst fjármagn til þess. Nýting fræsins sem
dreift er með þessum hætti er betri, vegna þess að líkur eru á að nokkurt magn fræs
verði eftir innan í tanknum. Það kom í ljós við sáningu á byggi í Noregi að fræið vildi
fljóta upp í mykjunni, ef ekki var hrært upp reglulega innan tanksins (Simonsen,
Bjornar, 1999). Við sáningu með niðurfellingu liggur fræið í mykjunni. Það getur haft
áhrif á spírunarhæfni fræsins. Komið heftir í ljós að spírun er mishröð eftir gerð
mykjunnar. Einnig virðist vera nokkur hætta á að fræ mygli, ef þau liggja of lengi í
mykjunni. (Simonsen, Bjomar, 1999).
Aðferð
Framkvœmd tilraunar
í Keldudal í Hegranesi og í Húsavík á Ströndum vom lagðar út 2 tilraunir um
niðurfellingu á mykju með DGI tækni. Nánar er sagt frá tilraununum og uppsetningu
þeirra í grein Þóroddar Sveinssonar og Hafdísar Sturlaugsdóttur hér á undan í þessu
riti. Einn þáttur þessara tilrauna var að blanda Öddu vallarfoxgrasi í
niðurfellingartankinn rétt fýrir dreifingu. I tilraun 1 var mykju annars vegar dreift á
yfirborð og hinsvegar felld niður vorið og haustið 2002. Til samanburðar var vatni
(einnig með fræi) dreift á yfirborð og fellt niður. Fræmagn í þessari tilraun var 8-10
kg á ha. í tilraun 2 var mykja felld niður en magnið var mismunandi mikið og þar með
fræmagnið eða 7 - 14 kg ha '. Niðurfellingartækin í Keldudal og Húsavík vom ekki
eins. í Húsavík var mykjan soguð upp í tankinn en fræið sett niður um topplúgu að
lokinni áfyllingu. Hægt var að hringdæla innan tanksins og blanda þannig fræinu
sarnan við mykjuna. í Keldudal var tankurinn fylltur með mykjudælu og fræinu hellt
samhliða mykjuáfyllingunni. í Keldudal var ekki hægt að hringhræra innan tanksins.
Niðurfellingin fór þannig fram að sleðamir, sem mykjan kemur úr, lágu alveg niðri á
yfirborði. Mykjan fór mislangt niður í grassvörðinn, í Húsavík um 5 - 7 cm en í
Keldudal um 3-4 cm. Yfirbreiðsla, í þessari tilraun, var af hagkvæmisástæðum
framkvæmd þannig að sleðum var lyft, en þá sprautaðist mykjan nokkuð jafnt á
yfirborðið.
Gróðurgreiningar
í upphafi tilrauna voru tilraunasvæðin gróðurgreind. Fyrir slátt 2003 var metin þekja
vallarfoxgrass þar sem því hafði verið ísáð í tilraun 1. Gengið var um hvem reit og
metið. Metið var í nokkra flokka; ekkert, <5%, 5%, 10%, 15% og 20%. Tilraun 1 var
aftur metin sumarið 2004, fyrir slátt í Húsavík og við slátt í Keldudal. Þekja
vallarfoxgrass í tilraun 2 heflir ekki verið gerð upp.
165