Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 155
Jarðvegs-, mykju- og sláttusýni voru efnagreind á rannsóknastofum LBHÍ á
Keldnaholti og Hvanneyri.
Utreikningar
Til að skoða þýðingu tilraunaþátta á uppskeru þurrefnis og næringarefita voru eftirfarandi
útreikningar gerðir;
Uppskeruauki, t þurrefnis af ha
=uppskera í meðhöndluðum reitum - uppskera í viðmiðunarreitum
Sjáanlegar heimtur næringarefna, %
=(efnauppskera í meðhöndluðum reitum - viðmiðunarreitum)/áborið í mykju eða tilbúnum áburði x 100
Viðeigandi fervikagreiningar (ANOVA) voru gerðar með aðstoð forritsins
Genstat til þess að leggja tölfræðilegt mat á áhrifum dreifingartíma, tilraunameðferða og
hugsanleg víxlhrif þessara þátta á uppskeruauka og sjáanlegur heimtur næringarefna. I
tilraun 1 voru liðir sem áttu að meta áhrif loftunar og vökvunar eingöngu í samanburði
við mykjuniðurfellingu. Þar sem þessir liðir skiluðu engum áþreifanlegum niðurstöðum
verður ekki fjallað um þá frekar hér. I tilraun 2 voru liðir með mismunandi
dreifingarhraða þannig að reitir fengu mismikið magn af mykju. Ekki reyndist neinn
áþreifanlegur munur á þessum reitum, þannig að þeim var slegið saman í uppgjöri.
Niðurstöður og umræður
Framkvæmd tilraunanna í Húsavík og Keldudal tókst í flestum atriðum mjög vel. Mesta
vandamálið við dreifmgu mykjunnar voru stíflur í niðurfellingarstútum vegna
aðskotahluta í mykjunni eins og t.d. klaufbrot, smásteinar, baggabönd og heyvöndlar.
Þessar stíflur draga verulega úr afköstum því það er tímafrekt að hreinsa stíflumar. Þá var
misjafnt hvað niðurfellingin náði langt niður og mældist í þessum tilraunum vera á bilinu
3-4 sm í Keldudal en um 5-7 sm í Húsavík. Er það svipuð eða heldur meiri dýpt en mælst
hefur í erlendum og innlendum rannsóknum á DGI búnaðinum (Grétar Einarsson & Láms
Pétursson 2000; Rodhe 2004). Dýptin ræðst af afli vélar til að halda uppi þrýstingi,
mykjuþykkt, fljótanleika mykjunnar og jarðvegsviðnámi (Rodhe 2004). Þessir þættir,
fyrir utan mykjuþykkt, vora hins vegar ekki mældir í tilraununum.
Tafla 2. Meðaltöl jarðvegsefnagreininga úr sýnum (2x10 sýni á hverjum stað og
tilraun) sem tekin voru í upphafí tilrauna._______________________________
Tilraun 1 Tilraun 2
Keldudalur Húsavík Keldudalur Húsavík
Dýpt, sm: 0-5 5-15 0-5 5-15 0-5 5-15 0-5 5-15
pH (í vatni) 5,2 5,2 5,7 5,8 5,2 5,4 5,4 5,0
P mg° 6,3 2,2 22,6 0,3 6,3 2,9 18,7 1,7
Camj0 15,0 14,5 31,6 14,6 12,5 13,4 23,3 10,1
K mj'* 0,5 0,2 0,9 0,1 0,5 0,2 0,9 0,2
Mgmj0 4,9 5,0 5,3 1,9 5,2 6,2 4,5 1,2
Na mi° 1,2 1,0 1,6 1,0 1,0 1,2 1,2 0,5
11 milligrömm (mg) eða millijafngildi (mj) í 100 g af jarðvegi.
153