Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 58
smádýrasamfélaga í tjömum em hinsvegar af skomum skammti. Á þetta hafa margir
innlendir fræðimenn bent, ekki síst í ljósi þess hversu mikilvæg smádýr era sem fæða
fyrir votlendisfugla (sjá t.d. Helgi Hallgrímsson 1975, Amþór Garðarsson 1998). Auk
þess er rétt að nefna að töluverð röskun hefur átt sér stað á votlendi hér á landi,
einkum á láglendi en einnig á hálendi, aðallega vegna landbúnaðar, vegagerðar eða
vatnsaflsvirkjana. Aukin röskun á votlendi hefur leitt til þess að fjöldi tjama og
smávatna hefur horflð. Sem mótvægi við þessa skerðingu hafa yfirvöld víða erlendis
gripið til þess að endurheimta tjamavistkerfi eða skapa skilyrði fyrir nýjum til að auka
líffræðilegan fjölbreytileika á afmörkuðum landsvæðum. Samfara hefúr þekking á
tjarnavistkerfum aukist til muna (sjá t.d. Jeffries 1998).
Tjamavistkerfi era þekkt fyrir að vera lífauðug, þar fer saman mikill þéttleiki
og fjölbreytni smádýra en í dýpri og stærri vötnum er hinsvegar þéttleiki og
fjölbreytni smádýra minni (Jón S. Olafsson og Hilmar J. Malmquist, handrit í
vinnslu). Rannsóknir hafa leitt i ljós að ýmsir umhverfisþættir, m.a. eðlis- og
efnafræðilegir, ásamt þéttleika og stærð tjama, era mikilvægir þættir til að skýra
fjölbreytni og samfélagsmynstur sem sjá má í tjömum (Hobbie 1980, Gee et al. 1997,
Jeffries 1998). Stephen A. Forbes (1887) nefnir í grein sinni „The lake as a
microcosm” (Stöðuvatnið sem örvist), er hægt að líta á vatn sem heim út af fyrir sig:
„Það myndar lítinn heim, örvist, þar sem öll grannöfl vinna og leikrit lífsins heldur
áfram á fullum krafti, en á svo litlum skala að hugurinn nær utan um það.” Hinn
gífurlegi fjöldi tjama sem finna má víða á hálendi og láglendi íslands gefur tækifæri
sem ekki gefst oft í vistfræðirannsóknum, það er að skoða margar endurtekningar (e.
replication) hliðstæðra samfélaga og bera saman umhverfisþætti, tegundasamsetningu
og e.t.v. þátt tilviljana. Með forverkefnastyrk frá Rannís fékkst tækifæri til að kanna
samfélagsgerðir smádýra í tjömum sem og breytileika þeirra innan og milli svæða
með það meginmarkmið að kanna fjölbreytileika smádýra í tjömum á
hálendissvæðum með mismunandi berggrunni og gróðurþekju, til samanburðar vora
tjamir á láglendi. í megindráttum var um tvær einfaldar nálganir að ræða: 1) hversu
mikill breytileiki er á lífríki tjama og 2) hvort breytileiki í samfélögum smádýra
endurspegli landfræðilega stöðu tjamanna fremur en innbyrðis skyldleika innan
svæða. Niðurstöður þess verkefnis era kynntar hér og tvinnaðar saman við
námsverkefni Gróu Valgerðar Ingimundardóttur á lífríki tjama í Flóanum (2003).
Rannsóknasvæði
Tjamarannsóknimar náðu til fímm svæða á landinu:
1 - Þorskafjarðarheiði og Steingrímsfjarðarheiði (400-500 m y.s.); á þessu svæði er
gróðurþekja lítil og berggrunnur 10-15 milljón ára (Haukur Jóhannesson og
Kristján Sæmundsson 1998).
2 - Tjamir á láglendi í Berafírði, við Hríshólsvatn (< 50 m y.s.).
3 - Holtavörðuheiði (300-400 m y.s.); vel gróin heiði á berggranni sem er 3,3-8,5
milljón ára.
4 - Þúfuver í Þjórsárveram (570-600 m y.s.), vel gróið svæði sunnan Hofsjökuls á
berggrunni sem er álitinn frá síðari hluta ísaldar (< 800 þús. ára).
5 - Tjamir í Flóanum austan við Ölfúsárós (< 20 m y.s.). Undir Flóanum liggur um
8000 ára gamalt hraun (Guðmundur Kjartansson 1943).
Öll þessi svæði era á misgrónu landi með mismunandi jarðsöguleg og vatnasviðs
einkenni. Val tjama til sýnatöku innan hvers svæðis var tilviljanakennt, þar sem
stuðst var við loftmyndir af svæðunum og tjarnir númeraðar og valdar með
slembiúrtaki eða sýni tekin úr öllum tjömum á fyrirfram ákveðnum sniðlínum. Við
56