Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 290
Niðurstöður og umræður
Niðurstöður Björgvins Eggertssonar (2004) sýndu að mjög lítil afföll urðu á íyrsta ári
eftir gróðursetningu í Gunnarsholti. Lifun birkis, sitkagrenis og alaskaaspar var að
meðaltali 94%, 95% og 97% (aðeins 3-6% afföll). Niðurstöður hans sýndu jafnframt að
jarðvinnsla var forsenda þessarar háu lifunar. Vorið 2004 var gerð ný og stærri úttekt á
afföllum í Gunnarsholti. Samanlögð afföll og mistök í gróðursetningu (þ.e. plöntur sem
aldrei höfðu komist í jörð eða grafist höfðu undir jarðvegi) voru 8% fýrir alaskavíði, 9%
fyrir alaskaösp og birki, 26% fyrir sitkagreni (aðallega í Spámannsstaðaskógi), 39% fyrir
gulvíðistikklinga og 60% fýrir stafafuru sem handgróðursett hafði verið í plógstrengina
vorið áður. A Austurlandi var það einungis stafafura sem hafði haft umtalsverð afföll
vorið 2005 (um 20%). Ekki liggur ljóst fýrir hvað olli affollum á furunni sem
handgróðursett var 2003, en bæði plöntumar á S- og A-landi komu úr sömu gróðrarstöð.
Við skoðun fyrir gróðursetningu kom í ljós að aðeins var um rótarkal í bökkum og einnig
var hlutfall róta óeðlilega lítið miðað við ofanvöxt.
Þegar ekki er tillit til stafafuru vom afföll aðeins um 18% á Suðurlandi og innan við 10%
á Austurlandi vorið 2004, tveimur ámm eftir fyrstu gróðursetningar. Þetta em eðlileg
affoll miðað við hvað gengur og gerist í skógrækt hérlendis. í gróðursetningartilraunum
með sitkagreni hafa afföll á fýrsta ári oft verið um 15-25% (t.d. Hallur Björgvinsson
1988; Edda Oddsdóttir o.fl. 1998; Hreinn Óskarsson 2000).
I kjölfar þessara fýrstu niðurstaðna var ákveðið að handgróðursetja fum aftur í alla
tilraunina á Suðurlandi vorið 2004 og bæta plöntum inn í sitkagrenireitina á Sturluflöt og
Spámannsstöðum vorin 2004 og 2005.
Lokaorð
Fyrstu niðurstöður á lifun gefa til kynna að gróðursetning hafi tekist ágætlega fýrir allar
lykiltegundir í LT-verkefninu og að tekist hafi að koma á fót spennandi rannsóknaaðstöðu
í skógræktarrannsóknum. A Austurlandi var það einungis stafafura sem hafði umtalsverð
affoll vorið 2004. A Suðurlandi er ekki útséð með hver verða afdrif stafafuru eftir íbætur
2003 og sitkagrenis á Sturluflöt og Spámannsstaðaskógi eftir íbætur 2004 og 2005. LT-
verkefnið er langtíma verkefni sem byrjar strax að skila merkilegum niðurstöðum um
vöxt mismunandi trjátegunda við sambærileg skilyrði. Þegar skógurinn byrjar að vaxa
saman eftir 10-20 ár byrja svo niðurstöður um áhrif tegundablöndu að streyma inn.
Heimildir
Björgvin Eggertsson (2004) Skogsplantomars överlevnad i Gunnarsholt, södra Island - en jamnförelse av
olika anlaggningsmetoders inverkan ett ár efter plantering. Examensarbete. Yrkeshögskolan Sydvast,
Institutionen for Skogsbmk, Ekenas, Finnlandi, 63 bls.
Edda S. Oddsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Asa Aradóttir og Jón Guðmundsson (1998) Vamir gegn
frostlyftingu plantna. Skógræktarritið 1998: 72-81
Hallur Björgvinsson (1988) Provensiensporsmál i skogplantinger med sitkagran, contortafum og siberisk
lerk i Island. Lokaritgerð frá Landbúnaðarháskólanum í Ási, Noregi.
Hreinn Oskarsson (2000) Hvenær á að bera á? Tímasetning áburðargjafa. Rit Mógilsár Rannsóknastöðvar
Skógræktar, Nr. 1, 28 bls.
Peterken, G.F. (2001) Ecological effects of introduced tree species in Britain. Forest Ecology and
Management 141:31-42
Smith, D.M., B.C. Larson, M J. Kelty og P.M.S. Ashton (1997) The Practice of Silviculture. 9. útg., John
Wiley & Sons, Inc., New York, 537 bls.
288