Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 240
Hæðarvöxtur
Meðalhæð var 71,2 cm að Læk en 87,7 cm í Þrándarholti haustið 2005. A Læk var
sitkagrenikvæmið Valdez hæst (80,5 cm) en hvítgrenikvæmið Kenai City lægst (55,6
cm). I Þrándarholti var sitkabastarðskvæmið Ninilchik hæst (131,1 cm) en hið
suðlæga sitkagrenikvæmi Queen Charlotte lægst (45 cm).
A Læk reyndist ekki vera marktækur munur nema milli fimm hæstu
kvæmanna (Valdez, Resurrection River, Portage-Girdwood, Iniskin Bay og Homer)
og þriggja þeirra lægstu (hvítgrenikvæmisins Kenai City og blágrenikvæmanna Rio
Grande og Bluejoint Mountain). I Þrándarholti var það hins vegar hvítgrenikvæmið
Kenai City sem, ásamt sitkabastarðskvæmunum Ninilchik, Hope Road, Chinitna Bay
og Moose Pass og sitkagrenikvæminu Portage-Girdwood röðuðu sér í sex efstu sætin.
Fervikagreining og greining á dreifniliðum á hæðargögnum úr báðum
tilraununum leiddi í ljós að kvæmi, ásamt samspili kvæmis og tilraunastaðar var hvort
tveggja marktækt. Kvæmi skýrði þó einungis 1,8% af breytileikanum en samspil
kvæmis og staðar 22,8%. Einnig var kannaður munur í hæðarvexti milli afkvæma
einstakra móðurtijáa innan kvæma og reyndist hæðarmunur þeirra marktækur.
Orsök breytileika (Source) frítölur (d.f.) MFS P Dreifniliðir (Varíance components) D.l. (%) (V.C. %)
Staður 1 41277,4 <0,0001 246,6 34,3
Endurtekningar innan staðar 16 415,7 0,1196 8,1 1,1
Kvæmi 20 1814,7 <0,0001 12,7 1,8
Kvæmi x staður 20 1606,6 <0,0001 163,6 22,8
Oútskýrður breytileiki 278 287,4 <0,0001 287,4 40,0
2. tafla. Meðalhæð 21 kvæma sem eru sameiginleg tilraunastöðunum á Læk í Dýrafirði og Þrándarholti
í Gnúpverjahreppi. Niðurstöður fervikagreiningar og greiningar á dreifniliðum. Feitletraðar P-tölur
tákna þættir sem eru marktækir við a = 0,05. MFS = Meðalfervikasumma.
UMRÆÐUR
Þessar niðurstöður benda til þess að bæta megi árangur greniskógræktar víða á
landinu með bættu kvæmavali. Jafhffamt benda þær til þess að val á hraðvöxnum og
vel aðlöguðum grenitegundum og kvæmum þeirra geti verið afar landshlutabundinn á
íslandi. Aðlögun grenikvæma frá Alaska að veðurfari einstakra landshluta virðist
ráðast m.a. af hlutdeild hvítgrenis og sitkagrenis í erfðamenginu, eins og komið hefur
fram í fyrri athugunum (Aðalsteinn Sigurgeirsson og Halldór Sverrisson 2004;
Brynjar Skúlason m.fl. 2001). Öruggast virðist að velja fremur kvæmi sitkabastarðs en
kvæmi sitkagrenis í uppsveitum Suðurlands, a.m.k. á stöðum þar sem hætta er á
næturfrostum á vaxtartíma. Á láglendi Vestfjarða virðist sitkagreni síður stafa hætta af
slíkum frostum og því má þar mæla þar með ræktun sitkagrenikvæma. Breytileiki í
aðlögun og hæðarvexti er jafnframt verulegur og marktækur innan kvæma, en það
gefur aftur möguleika á að ná frekari árangri í framtíðinni, með úrvali og kynbótum.
HEIMILDIR
Aðalsteinn Sigurgeirsson og Halldór Sverrisson. 2004. Vorhretskemmdir á trjátegundum í flatlendi á
Suðurlandi [veggspjald]. Fræðaþing landbúnaðarins 2004: 211-214.
Brynjar Skúlason, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Bjami E. Guðleifsson og 0yvind Meland Edvardsen.
2001. Frost tolerance among provenances and families from the Picea complex in Alaska.
Skógræktarritið 2001(1): 188-190.
Haukur Ragnarsson. 1964. Trjáskemmdir vorið 1963. Ársrit Skógræktarfélags íslands 1964: 25-27.
Loftur Þór Jónsson. 2000. Proveniens- og familieforsok pá P. sitchensis, P. xlutzii og P. glauca i
etableringsfasen. 10 forsok pá Island. Lokaritgerð við Landbúnaðarháskólann á Ási. 60 bls.
238