Þjóðmál - 01.06.2020, Page 37

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 37
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 35 „Við vorum aftur á leiðinni í hina áttina. Í fyrri ríkisstjórn [Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, innsk. blm.] felldum við niður milli- þrepið. Það skipti gríðarlega miklu máli, ekki síst fyrir millitekjufólk,“ segir Óli Björn. „Sem fyrr segir er nýja þrepið sem nú hefur verið tekið upp lægra, þannig að við erum ekki að særa millitekjuhópana eins og gert var þegar þrepaskiptingin var innleidd. Við náðum að lækka tekjuskatt í heild sinni þó svo að einhverjir mjög tekjuháir einstaklingar hafi þurft að sætta sig við nokkuð þyngri byrðar en áður. Þegar horft er til tekjutenginga, vaxtabóta og barnabóta er tekjuskattskerfið mjög flókið og jaðaráhrifin neikvæð. Við stöndum frammi fyrir því núna, eftir Covid-19 faraldurinn, að það þarf að horfa á tekju- módel ríkissjóðs með nýjum hætti. Það þarf að gera frekari breytingar á tekjuskatti og ég tel að það sé skynsamlegra að hafa flata skattprósentu með stiglækkandi skattleysis- mörkum eftir því sem tekjur hækka. Slíkt kerfi er í raun þrepaskipt út í hið óendanlega en með öðrum hætti.“ Óli Björn segir að samhliða þurfi að horfa á gjaldkerfi fyrirtækja með nýjum hætti. „Við verðum að nálgast viðfangsefnið, hvort heldur það er reglugerðaumhverfið, laga- umhverfið eða skatta- og gjaldaumhverfið, út frá samkeppnishæfni atvinnulífsins á alþjóðavísu,“ segir Óli Björn. „Ég tel að skilningur sé að aukast á því að hlutverk ríkisvaldsins, og þar með þeirra sem sitja á þingi, sé að búa þannig um hnúta að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé tryggð, að það geti greitt ágæt laun og um leið staðið undir velferðarkerfinu, sem er byggt á grunni atvinnulífsins.“ Er þá ekki ástæða til að lækka tryggingargjald, sem er eitt af því sem atvinnulífið kallar eftir? „Það hefur lækkað um hver áramót sem við höfum setið við völd, sem er jákvætt,“ segir Óli Björn. „Á móti kemur að stöðugt er kallað eftir frekari útgjöldum, til að mynda til almanna- trygginga sem tryggingargjaldið fjármagnar að hluta til. En tryggingargjaldið er vondur skattur, það er eins vondur skattur og hugsast getur, verri en margþrepa tekju- skattur. Þetta er skattur á að hafa fólk í vinnu og það þarf að finna aðrar leiðir fyrir ríkissjóð til að fjármagna sig til lengri tíma.“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.