Þjóðmál - 01.06.2020, Page 54

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 54
52 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Haldið utan á óvissutímum Það var einlægur vilji foreldra Ottós að þau systkinin helguðu krafta sína iðngreinum, enda tæpast föng til langs bóknáms í fjöl- mennum systkinahópi. Samt sem áður var erfitt að komast á samning sem iðnnemi í miðri heimskreppu og margir um hvert lærlings pláss. Þegar sumri hallaði 1938 var Ottó að verða úrkula vonar að komast til náms þegar tilviljun átti sér stað. Haraldur Júlíusson, kaupmaður á Sauðárkróki, sá vegavinnuflokki Ottós fyrir vistum og þar sem Haraldur var staddur í Reykjavík varð á vegi hans Egill Guttormsson heildsali, sem þá hafði meðal annars umboð fyrir þýskar ritvélar og reiknivélar. Egill sagði honum þá að sér þætti afleitt að geta ekki sinnt viðgerðaþjónustu og vildi gjarnan senda ungan mann til Þýska- lands að læra viðgerðir á skrifstofuvélum. Haraldi kom þá Ottó undir eins til hugar og það varð úr að Ottó hélt utan, en fékk þó áður þýskukennslu í heilar átta klukkustundir hjá apótekaranum á Króknum. Þegar Ottó var spurður hvort það hefði ekki verið beygur í honum að halda út í hinn stóra heim svaraði hann: „Það getur vel verið, en ungur maður með markmið yfirstígur slíkt. Menn koma í heiminn til að iðja, þeir sem ekki koma til að eyðileggja; nóg framboð er því miður alltaf af þeim. En móðir mín var mjög kvíðin, því að stríðshættan á meginlandinu var orðin augljós á þessum tíma.“6 En þrátt fyrir að Ottó færi utan að tilstuðlan Egils Guttormssonar kostaði hann nám sitt sjálfur. Hann hafði nurlað saman fé og utan hélt hann með aðeins 34 þýsk mörk og safn frímerkja, sem voru alþjóðlegur gjaldmiðill í þá daga. Utan sigldi Ottó með Dettifossi til Hamborgar. Þaðan var haldið með lest suður til áfangastaðarins, Zella-Mehlis í Thüringen, og út um glugga lestarinnar blasti vígbúnaðurinn hvarvetna við. Þegar á áfanga- stað var komið hóf hann verklegt nám hjá Mercedes Büro-Maschinen Werke sem fólst í að skrúfa tæki sundur og saman, gera við ritvélar, smyrja þær og stilla klukkan átta til fimm. Mercedes Büro-Maschinen var eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum á þeim tíma. Það framleiddi ritvélar, reiknivélar og bókhaldsvélar og rak viðgerðarþjónustu. Í Zella-Mehlis var aldalöng hefð fyrir úra- og klukkusmíði. Þar var því til staðar ákjósan- legur starfskraftur í fíngert handverk og Ottó hreifst af þýskri nákvæmni og reglusemi. Hann lauk ströngu náminu með sóma vorið 1939 og hélt heim á leið. Íslendingar höfðu þar með eignast sinn fyrsta skrifstofu- vélatæknimann. Heim kominn hélt Ottó á síld norður í landi en fór aftur suður til Reykjavíkur eftir vertíðina. Þar hitti hann að máli Egil Guttormsson, sem fól honum að yfirfara ritvélar og skrifstofu- vélar Verslunarskólans og var ekki vanþörf á. Og þar sem Ottó vann að þessu verki rann upp fyrir honum að hann var lítt kunnugur ýmsum gerðum ritvéla og þurfti nauðsyn- lega að auka þekkingu sína. Til að bæta úr því ákvað Ottó að fara aftur utan, þvert á vilja ættingja sinna og vina sem töldu hann ekki með réttu ráði í ljósi hernaðarframvindunnar á meginlandinu. En eins og Ottó orðaði það sjálfur: „... ég sat við minn keip, þetta var jú mitt líf.“ Ottó hélt til Kaupmannahafnar og fékk fljótlega vinnu í sínu fagi og í Höfn var hann enn að morgni 9. apríl 1940 þegar hann vaknaði við ærandi flugvéladyn yfir borginni. Danmörk hafði verið hernumin. Með stríðinu jókst þörf fyrir hvers kyns vinnuafl í Þýskalandi gríðarlega og úr varð að Ottó komst aftur á samning hjá fyrri vinnuveitanda sínum, Mercedes Büro-Maschinen Werke, en nú í Erfurt. Á stríðsárunum varð Ottó fullnuma í skriftvélavirkjun, sem Þjóðverjar kalla Fein- mekanik. Ottó var falið að annast viðgerðir skriftvéla vítt og breitt um Þýskaland og hann var því á stöðugu ferðalagi næstu árin. Síðla árs 1941 var hann fluttur til í starfi og var þar með staðsettur í Dresden, þar sem hann var gerður að verkstjóra yfir verkstæðum fyrirtækisins í þremur borgum.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.