Þjóðmál - 01.06.2020, Side 57

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 57
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 55 Þessar nýju vélar gengu undir ýmsum nöfnum en árið 1965 kom dr. Sigurður Nordal prófessor fram með orðið tölva, sem festist í sessi.12 IBM á Íslandi verður til Eftir brunann fluttu Skrifstofuvélar verkstæðið á Klapparstíg 17 en skrifstofan var þá flutt á Klapparstíg 27 og umsvifin jukust óðfluga. Þjónustu við skýrsluvélar fylgdi umstang sem óx með hverju árinu. Sífellt þurfti að flytja inn nýjar og dýrar vélar IBM sem Skrifstofu- vélar leigðu út. Á þeim tíma voru verulegar takmarkanir á starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi, en veitt var leyfi til starfsemi útibús hins alþjóðlega stórfyrirtækis IBM sem leigði vélar og hugbúnað og veitti þjónustu á þessum búnaði. Þetta var sami háttur og IBM hafði á hvarvetna í heiminum.13 Þetta var sérlega hentugt þar sem íslensk fyrirtæki hefðu fæst risið undir kaupum á þessum dýru vélum. Ísland gat þannig notið góðs af nýjungum í tölvutækninni þrátt fyrir að markaðurinn hér væri agnarsmár. IBM á Íslandi leit dagsins ljós og Ottó var ráðinn forstjóri þess. Það segir sitt um það álit sem Ottó naut hjá stjórnendum hins alþjóðlega fyrirtækis að Skrifstofuvélar, í hans eigu, héldu áfram umboðum fyrir skrifstofutæki frá IBM. Þetta fyrirkomulag var líklega einsdæmi hjá IBM í heiminum á þessum tíma. Ottó var þar með orðinn forstjóri útlends stórfyrirtækis á Íslandi. Í tímaritsviðtali sagðist hann kunna því vel: „Í reynd finnst mér þetta vera mitt eigið fyrirtæki og legg áherslu á að fyrirtækið geri íslensku þjóðinni gagn. Hér fæst ég við heillandi verkefni, og þótt álagið sé oft mikið vegur starfsgleðin upp á móti því. Það er ánægjulegt að geta veitt öllum þessum starfsmönnum góða vinnu og taka þátt í daglegum viðfangs efnum þeirra og vera eins konar trúnaðarvinur þeirra.“14 IBM þjónaði einkum stórum fyrirtækjum í upphafi. Fyrstu viðskiptavinirnir voru Háskóli Íslands, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar, Samband íslenskra samvinnufélaga, Reiknistofa bankanna og Loftleiðir. Á næstu árum bættust við tryggingafélögin, olíufélögin, bankar og sveitarfélög og alls fór búnaður IBM til notkunar í hátt á fjórða hundrað fyrirtækjum.15 Þessu samfara efndi IBM til námskeiða í notkun tækjanna. Á verkstæði Skrifstofuvéla á sjötta áratugnum (Ljósm. Pétur Thomsen).

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.