Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 57

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 57
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 55 Þessar nýju vélar gengu undir ýmsum nöfnum en árið 1965 kom dr. Sigurður Nordal prófessor fram með orðið tölva, sem festist í sessi.12 IBM á Íslandi verður til Eftir brunann fluttu Skrifstofuvélar verkstæðið á Klapparstíg 17 en skrifstofan var þá flutt á Klapparstíg 27 og umsvifin jukust óðfluga. Þjónustu við skýrsluvélar fylgdi umstang sem óx með hverju árinu. Sífellt þurfti að flytja inn nýjar og dýrar vélar IBM sem Skrifstofu- vélar leigðu út. Á þeim tíma voru verulegar takmarkanir á starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi, en veitt var leyfi til starfsemi útibús hins alþjóðlega stórfyrirtækis IBM sem leigði vélar og hugbúnað og veitti þjónustu á þessum búnaði. Þetta var sami háttur og IBM hafði á hvarvetna í heiminum.13 Þetta var sérlega hentugt þar sem íslensk fyrirtæki hefðu fæst risið undir kaupum á þessum dýru vélum. Ísland gat þannig notið góðs af nýjungum í tölvutækninni þrátt fyrir að markaðurinn hér væri agnarsmár. IBM á Íslandi leit dagsins ljós og Ottó var ráðinn forstjóri þess. Það segir sitt um það álit sem Ottó naut hjá stjórnendum hins alþjóðlega fyrirtækis að Skrifstofuvélar, í hans eigu, héldu áfram umboðum fyrir skrifstofutæki frá IBM. Þetta fyrirkomulag var líklega einsdæmi hjá IBM í heiminum á þessum tíma. Ottó var þar með orðinn forstjóri útlends stórfyrirtækis á Íslandi. Í tímaritsviðtali sagðist hann kunna því vel: „Í reynd finnst mér þetta vera mitt eigið fyrirtæki og legg áherslu á að fyrirtækið geri íslensku þjóðinni gagn. Hér fæst ég við heillandi verkefni, og þótt álagið sé oft mikið vegur starfsgleðin upp á móti því. Það er ánægjulegt að geta veitt öllum þessum starfsmönnum góða vinnu og taka þátt í daglegum viðfangs efnum þeirra og vera eins konar trúnaðarvinur þeirra.“14 IBM þjónaði einkum stórum fyrirtækjum í upphafi. Fyrstu viðskiptavinirnir voru Háskóli Íslands, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar, Samband íslenskra samvinnufélaga, Reiknistofa bankanna og Loftleiðir. Á næstu árum bættust við tryggingafélögin, olíufélögin, bankar og sveitarfélög og alls fór búnaður IBM til notkunar í hátt á fjórða hundrað fyrirtækjum.15 Þessu samfara efndi IBM til námskeiða í notkun tækjanna. Á verkstæði Skrifstofuvéla á sjötta áratugnum (Ljósm. Pétur Thomsen).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.