Þjóðmál - 01.06.2020, Side 65

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 65
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 63 Ofurmót Magnúsar Magnús Carlsen er einn eigenda Chess24- skákþjónsins. Þar hefur verið staðið fyrir fimm móta syrpu sem ber nafnið Magnus Carlsen Tour og hafa flestir sterkustu skákmenn heims látið ljós sitt skína. Sjálfsagt hefur Magnús ætlað sér sigur í þeim öllum en það fór öðruvísi í móti númer tvö þegar hann tapaði fyrir Hikaru Nakamura í undan- úrslitum. Rússinn Daniil Dubov vann svo Nakamura í úrslitum. Þjóðakeppni FIDE FIDE stóð fyrir þjóðakeppni á Chess.com þar sem flestir sterkustu skákmenn heims tóku þátt – nema heimsmeistarinn. Vegna eignarhluta síns í Chess24 var Carlsen ekki spenntur fyrir taflmennsku á Chess.com. Þar var honum reyndar aðeins boðið það sama og öðrum skákmönnum, sem heims- meistaranum þótti alls ekki sjálfgefið og hefur ýmislegt þar með sér. Hann er auðvitað langdýrmætasti og vinsælasti skákmaður heims. Kínverjar unnu mótið eftir að hafa lagt Bandaríkjamenn í úrslitum. Evrópumótið í netskák Skáksamband Evrópu hélt EM í netskák. Þar var teflt í ýmsum riðlum. Fyrst tefldu þeir stigalægstu í undanrásum. Þeir efstu komust í úrslitakeppni og þeir efstu í henni komust í næsta flokk að ofan og svo koll af kolli. Ríflega 4.000 keppendur tóku þátt í mótinu, sem hafði samt sína galla eins og við fjöllum um hér síðar í greininni. Íslandsmótið í netskák Netskák á Íslandi blómstraði sem aldrei fyrr. Íslendingar eru reyndar fyrsta þjóðin sem hélt landsmót í netskák, en það var árið 1995. Mótið hefur síðan þá verið haldið flest ár en í gegnum tíðina á vegum Taflfélagsins Hellis og síðar Skákfélagsins Hugins. SÍ hélt nú mótið í fyrsta skipti. Mótshaldið gekk frábærlega og tóku 120 skákmenn þátt. Hjörvar Steinn Grétarsson vann sigur á mótinu með sigri á Vigni Vatnari Stefánssyni í úrslitaeinvígi. Brim studdi myndarlega við mótshaldið. Skáksambandið stóð fyrir Norðurlandamóti skákfélaga þar sem fjöldi norrænna klúbba tók þátt. Þar vann SSON (Skákfélag Selfoss og nágrennis) sigur. Víkingaklúbburinn varð í öðru sæti. Skáksambandið stóð einnig fyrir Íslands- mótinu í netskappskák og nethraðskák- keppni skákklúbba svo dæmi séu tekin. Landsmótið í skólaskák, sem á sér sögu síðan 1979, var að þessu sinni haldið á netinu! Dekkri hliðar netskákar Hér höfum við skoðað það sem tekist hefur vel. En ekki er allt fullkomið í heimi netskákarinnar. Einu sinni var mannsheilinn betri en tölvu- heilinn í skák – en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Maðurinn á í dag ekki mögu lega gegn skákreiknum. Og venjulegir skákreiknar eiga svo ekki erindi í Alpha Zero, sem byggir á tölvugreind, en það er önnur saga. Lærði skák með því einu að tefla við sjálft sig. Svona er sjónarhorn þeirra sem fylgjast með netskákmótum. Svona tefla menn í Grikklandi á Covid-tímum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.