Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 65

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 65
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 63 Ofurmót Magnúsar Magnús Carlsen er einn eigenda Chess24- skákþjónsins. Þar hefur verið staðið fyrir fimm móta syrpu sem ber nafnið Magnus Carlsen Tour og hafa flestir sterkustu skákmenn heims látið ljós sitt skína. Sjálfsagt hefur Magnús ætlað sér sigur í þeim öllum en það fór öðruvísi í móti númer tvö þegar hann tapaði fyrir Hikaru Nakamura í undan- úrslitum. Rússinn Daniil Dubov vann svo Nakamura í úrslitum. Þjóðakeppni FIDE FIDE stóð fyrir þjóðakeppni á Chess.com þar sem flestir sterkustu skákmenn heims tóku þátt – nema heimsmeistarinn. Vegna eignarhluta síns í Chess24 var Carlsen ekki spenntur fyrir taflmennsku á Chess.com. Þar var honum reyndar aðeins boðið það sama og öðrum skákmönnum, sem heims- meistaranum þótti alls ekki sjálfgefið og hefur ýmislegt þar með sér. Hann er auðvitað langdýrmætasti og vinsælasti skákmaður heims. Kínverjar unnu mótið eftir að hafa lagt Bandaríkjamenn í úrslitum. Evrópumótið í netskák Skáksamband Evrópu hélt EM í netskák. Þar var teflt í ýmsum riðlum. Fyrst tefldu þeir stigalægstu í undanrásum. Þeir efstu komust í úrslitakeppni og þeir efstu í henni komust í næsta flokk að ofan og svo koll af kolli. Ríflega 4.000 keppendur tóku þátt í mótinu, sem hafði samt sína galla eins og við fjöllum um hér síðar í greininni. Íslandsmótið í netskák Netskák á Íslandi blómstraði sem aldrei fyrr. Íslendingar eru reyndar fyrsta þjóðin sem hélt landsmót í netskák, en það var árið 1995. Mótið hefur síðan þá verið haldið flest ár en í gegnum tíðina á vegum Taflfélagsins Hellis og síðar Skákfélagsins Hugins. SÍ hélt nú mótið í fyrsta skipti. Mótshaldið gekk frábærlega og tóku 120 skákmenn þátt. Hjörvar Steinn Grétarsson vann sigur á mótinu með sigri á Vigni Vatnari Stefánssyni í úrslitaeinvígi. Brim studdi myndarlega við mótshaldið. Skáksambandið stóð fyrir Norðurlandamóti skákfélaga þar sem fjöldi norrænna klúbba tók þátt. Þar vann SSON (Skákfélag Selfoss og nágrennis) sigur. Víkingaklúbburinn varð í öðru sæti. Skáksambandið stóð einnig fyrir Íslands- mótinu í netskappskák og nethraðskák- keppni skákklúbba svo dæmi séu tekin. Landsmótið í skólaskák, sem á sér sögu síðan 1979, var að þessu sinni haldið á netinu! Dekkri hliðar netskákar Hér höfum við skoðað það sem tekist hefur vel. En ekki er allt fullkomið í heimi netskákarinnar. Einu sinni var mannsheilinn betri en tölvu- heilinn í skák – en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Maðurinn á í dag ekki mögu lega gegn skákreiknum. Og venjulegir skákreiknar eiga svo ekki erindi í Alpha Zero, sem byggir á tölvugreind, en það er önnur saga. Lærði skák með því einu að tefla við sjálft sig. Svona er sjónarhorn þeirra sem fylgjast með netskákmótum. Svona tefla menn í Grikklandi á Covid-tímum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.