Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 68

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 68
66 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 vilja“, sem átti eftir að réttlæta mestu öfgar frönsku stjórnarbyltingarinnar. Þau skilaboð sem þessar hugmyndir virtust fela í sér voru að nauðsynlegt væri að að frelsa mannkyn undan oki fortíðarinnar með því að sópa öllum gömlum hefðum burt og byggja nýtt samfélag frá grunni á vísindum og rökhyggju mannsins einum saman. Nálgun hófsamari hugsuða upplýsingarinnar var hins vegar sú að framfarir í vísindum og beiting rökhyggju væru fyllilega samrýman- legar virðingu fyrir siðum og hefðum, en í þeim væri margt gott sem rétt væri að hlúa að. Einn þessara hugsuða var Montesquieu, sem áttaði sig á því að einstaklingsfrelsið, sem er svo einkennandi fyrir vestræna menningu, liggur ekki í eðli mannsins eða náttúrunnar heldur á það rætur sínar að rekja til sögu, hefða og menningar Vesturlanda. Það þróaðist frá menningu Forngrikkja og róm- verskri lagahefð, siðum germönsku ættflokk- anna, kristilegri siðfræði miðalda, átökunum milli andlegs og veraldlegs valds, siða- skiptunum og togstreitunni milli krúnu og aðals. Það dreifða vald sem einkenndi Evrópu skapaði þau menningarlegu skilyrði sem gerðu einstaklingsfrelsinu kleift að þrífast. Ólíkt róttæklingunum litu þessir hugsuðir þannig á sig sem arftaka menningarheims miðalda og töldu að til þess að varðveita þetta brothætta frelsi og önnur gildi sem sú menning hefði gefið okkur væri nauðsynlegt að byggja framtíðina á henni. Í þekktasta verki sínu, Anda laganna, reynir Montesquieu þannig að festa hendur á því hvaða stofnana- fyrirkomulag væri best til þess fallið að hlúa að þessu frelsi. Meðal hugmynda hans má nefna þrískiptingu valdsins, sem hafði meðal annars afgerandi áhrif á höfunda bandarísku stjórnarskrárinnar. Nýja lýðveldið byggði stjórnskipan sína þannig á hugmyndum hófsömu upplýsingarinnar og forðaðist að sinni áhrif róttæklinganna á þjóðskipulag sitt. Ásamt hugmyndum Lockes um jafnrétti þegnanna urðu þessar hugmyndir að grunn- stefi frjálslyndisstefnunnar og liggja nú til grundvallar stjórnskipan flestra vestrænna ríkja. Frjálslyndisstefnan var ekki nóg Nítjánda öldin einkenndist af baráttu frjálslyndisstefnunnar og evrópsku konungs- einveldanna. Kröfur um frjálslyndari stjórnar- skrár og opnari hagkerfi samtvinnuðust ákalli um stofnun nýrra þjóðríkja á Ítalíu og í Þýska- landi. Í þeirri baráttu héldust frjálslyndis- stefnan og þjóðernishyggjan í hendur; hér var í grunninn um að ræða sömu strauma og leiddu Jón Sigurðsson og fleiri til að vinna að endurreisn íslenska þjóðríkisins og sem stóðu að baki kröfum um sjálfstæði Noregs frá Svíþjóð. Ýmsum þótti frjálslyndisstefnan þó ekki ganga nógu langt og hófu hugsuðir eins og Proudhon og Marx fljótlega að ímynda sér róttækari valkosti. Marx hélt því raunar fram að þróun mannlegs samfélags lyti vísinda- legum lögmálum sem einkenndust af stig bundinni framþróun. Lokastigið væri kommúnískt samfélag þar sem algjör jöfnuður myndi ríkja og valdbeiting yrði óþörf. Marx var þannig verðugur arftaki vísinda- og framfara- hyggju róttæku upplýsingarinnar. Fyrri heimsstyrjöld, sem braust út 1914, skók hins vegar sjálfstraust Vesturlanda og varpaði efa á fyrirheit frjálslyndisstefnunnar um ævarandi framfarir og friðsamlega þróun Evrópu. Enn verra var þó í vændum; með valdatöku bolsévíka í Rússlandi haustið 1917 sneri Rússland af þeirri leið sem Pétur mikli hafði markað með stofnun Sankti Pétursborgar í upphafi átjándu aldar, og sagði sig úr samfélagi vestrænna þjóða til að stytta sér leið til fyrirheitna landsins, sem Marx hafði haldið fram að væri óhjákvæmilegur enda- punktur sögunnar. Í Þýskalandi gat eitruð arfleifð endaloka fyrri heimsstyrjaldar og endurómurinn af rússnesku byltingunni af sér óstöðugleika Weimar-lýðveldisins og leiddi til valdatöku þjóðernissósíalismans, sem ekki byggði síður á andvestrænum hugmyndum og höfnun á vestrænum menningararfi. Valdataka þessara hreyfinga þýddi endalok einstaklingsfrelsisins fyrir þá sem lifðu í skugga þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.