Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 12
Múlaþing
Um helgar gerðu brúargerðarmenn ýmislegt sér til gamans. Hér nota menn vatnsgryjjuna við annan stöpulinn á
Stuðlaárbrú til sundiðkunar. Úlfar [Sigurðsson] á sundi, Róri [Sigfús Þórir Guðlaugsson] að stinga sér til sunds
og bakvið hann Bjarni Garðarsson. (G.I. 1958).
verið vegleysa ein. Frásögnin lýsir m.a. vinnu-
brögðum sem þá tíðkuðust við brúargerð,
tjaldbúðalífi vinnuflokksins, flutningum,
frístundum og helgarferðum og drepið er á
samskiptum við heimamenn.
Fyrsta flugferðin
Laugardaginn 18. júní flaug ég frá Reykjavík
til Egilsstaða. Það var fyrsta flugferðin mín
og ég var ekki öruggari en svo að mér fannst
tryggara að kaupa mér líftryggingu áður en
lagt væri í hann. Mig minnir að tryggingaverð-
mætið hafi numið 500.000 kr. en man ekki
hver átti að fá ijárhæðina ef illa færi, líklega
foreldrar mínir. Þegar ég steig út úr vélinni
á Egilsstaðaflugvelli var ég eins og álfur út
úr hól, kvað jafnvel svo rammt að því að ég
vissi ekki í hvora áttina Lagarfljót rynni og
var því gersamlega áttavilltur. Hringsólaði
ég þarna en kom svo að flugvélinni, þar sem
verið var að afhenda farangurinn. Eg þekkti
engan og spurði þá manninn við hliðina á mér
hvar Skipalækur væri. Kom þá upp úr kafmu
að maðurinn var Grétar Brynjólfsson, bóndi
þar. Hafði hann þá náð í töskuna mína, en
síðan kom það sem eftir var af farangrinum.
Ókum við svo á bíl hans heim í Skipalæk. Við
veginn niður undan íbúðarhúsinu stóð lítil
hnáta, dóttir Grétars [Brynja] og tók hann hana
upp í. Er heim á hlaðið kom bárum við föggur
minar inn og þar var Þórunn Sigurðardóttir,
frænka mín. Eg dvaldist hjá þeim í góðu yfir-
læti um helgina.
A mánudagsmorgni fórum við Grétar á
Ford-vörubíl Vegagerðarinnar, U-5, venjulega
nefnd „Fimman“, til móts við Sigurð og brúar-
vinnuflokk hans upp að Vatnsskarði [milli
Héraðs og Njarðvíkur]. Töluvert basl var
fyrir þá að komast yftr skarðið því sæmilega
fær vegur kom ekki fyrr en einu eða tveimur
árum seinna. Héldum við svo sem leið lá að
Hvammsá í sunnanverðum Fáskrúðsfirði og
slógum upp tjöldum. Lokið var við að koma
vinnuflokknum fyrir á þriðjudegi. Við Grétar
10