Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 13

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 13
Minningabrot úr brúargerð vorum saman í tjaldi, en Grétar var þetta sumar vörubílstjóri hjá Sigurði, tengdaföður sínum. Byrjað var á grefti fyrir sökklum, undir- búningsvinnu í vírum og jámum og að laga vegarómyndina yfir ána, velta steinum og moka möl í vaðið yfir ána. A kvöldin er eitt og annað gert. Yfirleitt þvo menn sér eftir kvöldmat og verka sig til að koma nokkuð þrifalegir til kvöldkaffis. Menn lesa bækur og tímarit, leysa þrautir o.m.fl. sér til gamans. Og eitt kvöldið gengum við út í Hafnarnes. Mjög misjafnt er hvenær menn fara að sofa. Til dæmis fer Andrés Björnsson, roskinn maður, alltaf að sofa um tíuleytið, en við Grétar og e.t.v. fleiri fara að sofa upp úr mið- nætti. Tjaldvistin er ágæt, pallur er í hverju tjaldi, tveir rúmbálkar og olíuvél til upphitunar og til að hita vatn til þvotta. Ráðskonur eru þær Ásthildur [Hilla] og Björg [Sigurðardætur]. Við fáum staðgott fæði hjá þeim, heimabakað kaffibrauð, kjöt og fisk eftir margvíslegum uppskriftum og um helgar hangikjöt eða steik. Matráðsmaður, hjálparkokk kallaði hann sig sjálfur, er Andrés [Björnsson]. Hann heggur og saltar kjöt í kvartil, þvær, snyrtir og saltar fisk, nær í vatn í skjólum, oft langa leið, og klýfur spýtur í eldinn. Fólk hér á Fáskrúðsfirði virðist byggja afkomu sína mikið á fískveiðum. Flestir bændur eiga trillur og mikið er af þeim í þorpinu Búðum. Sjást oft margir bátar á heimleið inn fjörðinn er líða tekur á daginn. Að sögn manns nokkurs sem við hittum er veiði fremur dræm. Um áttaleytið, föstudaginn 24. júní komu tveir vörubílar frá Stöðvarfirði, en þeir áttu að flytja möl. Fimm menn fóru með bílunum, auk Grétars sem var á Fimmunni. Gekk allt nokkurn veginn klakklaust til hádegis, en þá bilaði annar Stöðvaríjarðarbíllinn. Skömmu eftir hádegi sprakk dekk hjá hinum bíl- stjóranum, en vegurinn er alltof mjór fyrir þessa bíla og raunar illfær öllum venjulegum bílum, einkum í votviðrum.Var þess vegna aðeins einn bíll eftir [Fimman]. Fóru tveir okkar heim að brú um fimmleytið, en þrír urðu eftir í mokstursliðinu og var ég einn þeirra. Við urðum nokkuð síðbúnir heim, komum ekki í mat fyrr en undir átta. Á laugardag var ég í járnabindingu niðri í stöpulmótum, erilsöm vinna og erfítt að athafna sig. Fimmtudaginn 30. júní var byrjað að steypa um morguninn og lokið við seinni stöpulinn fyrir hádegi. Síðan var farið í járnin í plötunni. Um kvöldið gerði þoku mikla. Nú var komið að verklokum við Hvammsá, en lokið var við að steypa brúargólfíð um sex- leytið á föstudag. Flutt frá Hvammsá að Dalsá Laugardagur 2. júlí. Þennan morgun sváfum við Grétar yfír okkur báðir og vöknuðum ekki fyrr en kl. 8. Við vorum ekki seinir að drífa okkur á fætur og hámuðum í okkur morgunkaffið í mesta flýti. Síðan fórum við að taka til dótið okkar, því að flytja átti í dag. Borðað var kl. 11, en þá var búið að taka niður tjöldin og setja þau upp á pallinn á Fimmunni. Um hádegi komu tveir bílar til þess að taka skúrana og annað dót. Annar bíllinn sat fastur er leggja átti af stað og töfðumst við til kl. 3. Síðan var lagt af stað og var ég í síðasta bílnum. Gekk allt stórtíðindalaust eftir það nema skúrinn var nærri farinn af einu sinni og svo slitum við niður símavír. Við komum að Fimmunni fastri í Tunguánni, henni var komið upp úr og síðan var ekið að tjaldstaðnum við Dalsá og farið að reisa tjöld. Um hálftíuleytið lögðum við Grétar og tveir frá Reyðarfirði2 af stað heim. Sluppum við rétt yfír leirurnar, en sæta verður sjávarföllum til þess að komast fyrir íjarðarbotninn. Komum við heim [að Skipalæk] kl. að ganga tvö. 2 Einar Sigurðsson, ættaður frá Merki, Borgarfirði eystra, og Bóas Sigurðsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.