Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 14

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 14
Múlaþing Þama munaði mjóu að skúrinn skemmdist, en einu sinni kom það fyrir í flutningum að einn af bílstjómnum lenti í tjóni við það að hann keyrði á símalínu og símastaur brotnaði og féll á skúrinn á pallinum og skemmdi hann. Sigurði brá náttúrulega þegar bíllinn kom loks á nýjan tjaldstað með laskaðan skúrinn, og las bílstjóranum hressilega pistilinn og spurði hann hvort hann væri ekki örugglega tryggður fyrir tjóni sem þessu, en bílstjóra varð svarafátt. Féll svo talið niður og Sigurður fór að gera upp við bílstjórana og þegar röðin kom að þessum bílstjóra sagðist hann ekkert ætla að taka fyrir aksturinn, en Sigurður sagði að vitaskuid fengi hann greitt fyrir flutninginn eins og hinir. Sigurður sagði á eftir að sjálfsagt hefði bílstjórinn verið búinn að fá nóg af skömmunum frá sér! Nú ætla ég að spjalla ofurlítið um það hvemig Sigurður vakti mannskapinn og ýmis- legt fleira í léttum dúr. Kl. 7:45 opnaði hann tjaldskörina og sagði: „Morgunn piltar.“ Þegar vinnu lýkur sagði hann: „Tíminn piltar.“ Verk- stjórar hafa eflaust ýmsan hátt á þessu sem öðm, eins og gengur. Eftir langa steyputörn við Lónakíl (1956) settist einn af yngstu piltunum uppgefmn eftir hjólbömakstur í sandbinginn við hrærivélina. Þá kom Sigurður til hans og sagði: „Ég kann ómögulega við að sjá þig sitja svona góði minn!“ Sigurður lét okkur fínna það með orðum eða látbragði ef við stóðum okkur vel, en einu sinni kom fyrir að Sigurði mis- líkuðu vinnubrögð starfsmanna sinna. Það var á mánudegi eftir hátíðahelgi í héraðinu, mig minnir að það hafi verið Framsóknarhátíðin í Flallormsstaðaskógi 1957, að frásláttur, ásamt timburhreinsun, undan brúnni yfir Hallfreðar- staðalæk gekk afar hægt hjá okkur. Sigurður hafði sent flesta úr flokknum frá Stafdalsá og kannski voru menn eftir sig eftir helgina. Þegar við komum aftur síðdegis að Stafdalsá lét Sigurður okkur svo sannarlega heyra það sem við áttum skilið. Hann hafði búist við okkur miklu fyrr og hafði ætlað okkur annað verk að vinna, að ná í timbur að Svínalæk, sem við fómm náttúrulega í, þótt komið væri undir kvöld. Hann fór með og þá var sko gangur á flokknum! Þetta varð síðan orðatiltæki hjá okkur. Eftir gott dagsverk var stundum sagt: „Þetta voru sko engin Hallfreðarstaðalækjar- vinnubrögð!“ Vinmiflokkiirinn stœkkar og niðurrekstur með fallhamri Mánudagur - þriðjudagur 4.-5. júlí. Nú bættust sex við í brúargerðarflokkinn og er Þórður Benediktsson, barnakennari á Reyðarfirði, eini fullorðni maðurinn í þessum hópi. Hann er smiður góður jafnframt kennarastarfinu og virðist geðprýðismaður. Tveir af piltunum em frá Búðareyri [við Reyðarijörð], Páll Elísson og Bragi Jóhannsson og þrír frá Eskifírði, þeir Alfreð Óskarsson, Auðunn Einarsson og Þor- steinn Skúlason. Þeir eru ráðnir til verka við Dalsárbrú og Tunguárbrú. Sigurður virðist hafa nóg handa öllum þessum strákum að gera. Reist vom tjöld fyrir þá nýkomnu og síðan var hafíst handa um undirbúningsframkvæmdir og aðdrætti. Tjaldborgin var nú orðin allstór, átta eða níu tjöld og auk þess verkstjóraskúrinn, ráðskonuskúrinn og matarskúrinn. Þá má ekki gleyma Soffíu, kamri bmargerðarflokksins, sem kornið var snyrtilega fýrir á bakka Dalsár. Á þriðjudagsmorgni sóttum við hluta af fallhamrinum og eftir hádegi fór ég að grafa fyrir sökkli með tveimur strákum. Síðan vom júfertur [timburbjálkar, yfírleitt 6x6 tommur] sóttar á Fimmunni. Eftir kaffí fóm margir í gröftinn og gekk þá bærilega. Um kvöldið fórum við í fótbolta og hömuðumst lengi vel. Vorum við allir kófsveittir er leiknum linnti eins og að líkum lætur. Á miðvikudeginum og fimmtudeginum 6.-7. júlí voru settir búkkar út í ána og júfertur lagðar ofan á, en á þeim hvílir fallhamarinn. Efltir kaffí á fimmtudag var byrjað að reka niður og lokið við einn staur. Næstu daga 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.