Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 15
Minningabrot úr brúargerð
ÞrírBorgfirðingar viðjárnabekkinn.f.v. SkiiliKrislinsson, Bjarni
Sigbjörnsson og Sveinn Jóhannsson. (G.I. 1958).
var unnið við niðurrekstur. Eins og gengur
þá rekast trén misjafnlega, fyrir kom að tré
skekktust við niðurreksturinn og jafnvel að
þau brotnuðu. Fallhamarinn er hentugt tæki,
en krefst mikils mannafla. Við erum yfir-
leitt fimm við fallhamarinn. Auk mín eru
það Einar Sigurðsson, Jóhannes Kristinsson,
Jón Þorsteinsson og Kristján Gissurarson.
Einar stjómar niðurrekstrinum, einn er við
spilið og tveir eru á stroffunum, efri og neðri
stroffu, og halda staumum fast upp við niður-
rekstursstöngina með því að snúa með kefli
upp á stroffuna, en ég er með sleggjuna og læt
höggin ríða á staurum sem byrja að hallast.
Þá eru tveir menn sem ydda trén með skaröxi.
A mánudeginum 11. júlí var lokið niður-
rekstri undir syðri endastöpulinn og á þriðju-
degi var búkkum komið fyrir lengra úti í ánni
og lagðarjúferturmilli búkkanna, því að færa
átti fallhamarinn út að öðru stöpulstæðinu í
ánni. Eftir hádegi var svo byrjað að reka niður
og því haldið áfram til kvölds.
Þeir áttu að koma með annan fall-
hamar í staðinn, en höfðu gripið í tómt
þar sem þeir áttu að ná í hann og komu
því tómhentir. Við rákum niður einn
staur fyrir hádegi, en eftir hádegi var
fallhamrinum og öllum græjum með
honum komið fyrir á bílnum og óku
þeir burt. Sigurði þótti að vonum
slæmt að missa fallhamarinn en úr
varð, eftir vafalaust mörg símtöl hans
við yfírmenn hjá Vegagerð ríkisins,
að við fengum fallhamar vestan úr
Borgarfírði.
A meðan við biðum eftir nýja fall-
hamrinum var unnið við sökkulgröft
fyrir syðri endastöpulinn og vorum að
því til kvölds. Um kvöldið spiluðum
við Grétar vist við ráðskonurnar.
Morguninn eftir mokuðum við talsvert upp úr
gryijunni, en síðan var mótunum komið fyrir
ogjámagrind. Byrjað varað steypa sökkulinn
fyrir kl. 3 fimmtudaginn 14. júlí og haldið
áfram til hálfátta, en ljúka þurfti við sökkul-
steypuna í einni lotu.
Mánudagur 18. júlí. Ég fór á fætur rétt fyrir
kl. 8 að venju og eftir morgunkaffið fórum við
að setja saman nýja fallhamarinn og komum
honum síðan út á okin og byrjuðum að reka
niður laust eftir kl. ellefú. Næstu daga var
unnið í niðurrekstri, sem gekk eins og áður
frekar hægt, því að fast er fyrir trjánum og svo
bilaði spilið tvisvar. Alls vom rekin niður 52
tré við Dalsá, 15 í hvorn endastöpul og 11 í
hvom miðstöpul.
Boddí smíóað og helgarferðir í boddíi
Tafir á niðurrekstri, m.a. vegna fallhamars-
leysis, ollu því að smá verkefnaskortur varð í
bili hjá smiðunum.3 Því var ákveðið að smíða
boddí, farþegarými, á pall Fimmunnar og var
Við missum fallhamarinn!
A miðvikudagsmorgni 13. júlí komu tveir
menn á vörubíl til þess að taka fallhamarinn.
Smiðimir í brúargerðinni þetta sumar vom Einar Sigurðsson,
sem stjórnaði niðurrekstrinum, Halldór Guðfinnsson og Þórður
Benediktsson.
13