Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 16

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 16
Múlaþing það notað nokkrum sinnum um sumarið í helgar- ferðum. Eitt sinn vorum við nýlagðir af stað í helgarferð á leið um Búðir, þegar okkur, sem í boddíinu sátum, fannst skyndilega Fimman vera að aka upp snarbratta brekku, sem við könnuðumst ekkert við að væri á þjóðveginum um Búðir. Brekkan varð brattari og brattari og þar kom að elsti ferðafélaginn, Jón [Þor- steinsson] frá Húsavík, gat ekki orða bundist og spurði: „Hver andskotinn gengur eigin- lega á?“, enda sat hann innst í boddíinu, efst í „brekkunni“. Kom þá í ljós að bíllinn hafði hrokkið í sturtugír og var pallurinn kominn langleiðina upp, þegar bílstjórinn uppgötvaði hvers kyns var. Sem betur fer var boddíið vel fest á pallinn. Síðasta færsla í dagbókina þetta ár er 24. júlí: „Aðfararkvöld sunnudags lagði Grétar af stað til Borgarfjarðarmeð Björgu [ráðskonu], Svein Jóhannsson frá Ósi, mig, Þórunni konu sína ásamt Brynju [dóttur sinni]. Við komum kl. 3 um nóttina til Borgarfjarðar eftir stór- slysalausa ferð. Við töfðumst aðeins hálftíma uppi á Vatnsskarði." Bíllinn festist þar. Og Þórunn og Brynja slógust í fbr á Skipalæk. Við vöktum upp hvert mannsbam á Sólbakka nema tvö yngstu bömin, fengum hressingu og síðan var gengið til náða. Fór á fætur morguninn eftir um 10-leytið og var veður með afbrigðum gott. Eftir morgunkaffi gengu margir upp á Lyfting, mel fyrir ofan bæinn. Þaðan er víðsýnt mjög og sást vel yfir undirlendið sem er stórum meira en í flestum hinna ijarðanna. Þótti mér þar fagurt umhorfs, einkum hin ljósu fjöll sunnan ijarðarins. Um hádegið kom Jón Þor- steinsson firá Alfhól ásamt tveimur öðrum mönnum, en þeir ætluðu að ganga suður til Loðmundarijarðar og þaðan til Seyðisijarðar. Eftir hádegi fór Nanna [kona Sigurðar] með okkur yngra fólkið í heyskap upp að Þrándar- stöðum og hitnaði okkur vel við það, enda var hitinn yfir 30° C. Arin mín í brúargerðinni lagði Sigurður venjulega aftur af stað frá Sólbakka kl. 6 síðdegis á sunnudegi. í þetta sinn lögðum við af stað kl. hálffímm og komum í tjöldin við Dalsá um kl. þrjú á mánudagsnótt eftir smá viðdvöl á Skipalæk. Helgarferðin til Borgar- ijarðar tók rúmlega 30 klst. frá því lagt var af stað úr tjöldunum þar til við komum aftur. Yflr helmingur tímans fór í ferðir, þannig að dvölin á Sólbakka að nætursvefni meðtöldum var rúmlega hálfur sólarhringur. Mikið var á sig lagt og mikið þegið í staðinn! I þessari ferð kom boddíið á palli Fimmunnar í góðar þarfir, en það gegndi síðar meir hlutverki verkfæraskúrs í brúargerðinni. A eftir Dalsárbrú kom Tunguárbrú Sigurður hafði gott lag á að fá okkur yngri piltana til að viðhafa rétt vinnubrögð, en við vorum auðvitað byrjendur án starfsreynslu. Eitt sinn man ég eftir að við nokkrir piltar vorum settir í að slá frá brúargólfsköntunum og vafðist verkið eitthvað fyrir okkur í fyrstu. Sigurður fylgdist með, kom, fékk lánaðan hamar hjá einum og sýndi okkur með nokkmm hnitmiðuðum hamarshöggum hvemig við ættum að bera okkur að. Við lukum Dalsárbrú og var steyputörnin við brúargólfið á annan sólarhring, þó þannig að flokkurinn fékk 3-4 klst. svefn frá miðnætti til kl. 3-4 um nóttina, þegar Sigurður vakti okkur til að halda áfram með steypuna, en öllu skipti að ekki mynduð- ust steypuskil vegna hörðnunar. Brúargerðin við Dalsá gekk vel og tíðin var yfirleitt bærileg, en einu sinni kom óveður og fuku þá tvö tjöld, göngubrúin, sem við höfðum gert yfír Dalsá, fór í flóðinu eða laskaðist, það gróf undan Soffíu [kamrinum] og einn skúrinn færðist til um nokkra metra. Þetta var snemma á byggingartímanum og var strax gert við skemmdimar. Eftir Dalsárbrú kom brúin yfir Tunguá sem er skammt frá, öðm nafni Sævarendaá. Tjaldborgin var áfram á sama stað. Við Tunguá var einnig niðurrekstur og flugu trén niður án fyrirstöðu nema eitt, sem lenti á stómm steini 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.