Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 21

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 21
Nafnarnir Sigurður Magnússon (t.v.) og Sigurður Jónsson. Mynd: Sölvi Sveinsson, 1965-1966. Mikilsvert var að steypan liti sem best út, þegar slegið var frá, og steypuviðgerðir verði sem minnstar. Allt vatn í steyp- una var borið í skjólum úr ánni í tunnu við hliðina á hrærivél- inni. Allri möl var handmokað með rekum og flutt með vöru- bílum í brúargerðina. Eftir fremur erfiða byrjun komst verulegur skriður á brúargerðina við Stafdalsá og henni iauk fyrir verslunar- mannahelgina. I síld á Seyðisfirði, að Háls- lœk í Egiisstaðaskógi og til L oðm undarfjarðar Einmitt þann dag sem flutt var [föstudag 2. ágúst 1957] kom maður frá Síldarverksmiðju ríkisins og bað Sigurð um að fá lánaða menn í vinnu og fór ég ásamt Sveini Kristinssyni frá Hofströnd og Sigfúsi Þóri Guðlaugssyni frá Reyðarfirði í síldartöm á Seyðisfirði. Unnum við samfleytt á annan sólarhring í síldarbræðslunni. Þegar vinnu lauk um hádegi á laugardeginum 3. ágúst gerði verksmiðju- stjórinn upp við okkur brúargerðarpiltana í reiðufé. Jón Armann Jónsson, frændi minn, gaf sig þá á tal við mig og bauð mér far heim til foreldra sinna, Jóns Þorsteinssonar á Álfhól og Kristbjargar Bjamadóttur, konu hans. Eg mætti í vinnugallanum angandi af grútarlykt og baðst náttúrulega afsökunar á ólyktinni, sem var auðsótt mál. Eins baðst ég velvirðingar á því að koma á matartíma. „Er það ekki ferðamanna siður?“, sagði Jón kankvíslega. Eftir að hafa þegið góðgerðir hjá þeim kom Þorsteinn Jónsson, sonur þeirra, og náði í mig og félaga mína og ók okkur aftur í brúargerðina. Við félagarnir vomm algerlega ósofnir þegar við komum aftur í tjöldin á nýjum stað eftir hádegi á laugardegi. Þá voru piltamir að steypa botnplötu í rennu á Hálslæk nálægt hátíðarsvæðinu í Egilsstaða- skógi, þar sem Sjálfstæðishátíðin átti að fara fram þessa sömu helgi. Sigurður dreif okkur í tjöldin til að hvílast. Fyrir IVi sólarhrings síldarvinnu fékk ég 920 kr., en fyrir rétta 3 mánuði í brúargerðinni þetta sumarum 20.000 kr., dálagleg sumarhýra. Við komumst langt með rennuna í vikunni eftir verslunarmannahelgina og á laugardegi 10. ágúst fór ég til Borgarfjarðar. Framundan var einn hinn besti og skemmtilegasti reiðtúr sem ég hef farið. Á Sólbakka var Jón Sigurðs- son tilbúinn með hesta. Kristján á Jökulsá hafði lánað mér gráan hest, en hestar Jóns og Úlfars Sigurðssona voru frá Sólbakka. Brott- förin til Loðmundarfjarðar tafðist vegna hey- skapar, en um kvöldið að lokinni samantekt lögðum við af stað. Við fórum inn Borgarfjörð og upp Kækjudal og framhjá Kirkjusteini á leið upp í Kækjuskörð. Þar er stórgrýtt, en sæmilegir götuslóðar. Okkur gekk vel yfír Kækjuskörð. Þegar við komum yfir fonnina í skarðinu var orðið svo skuggsýnt að við misstum af götuslóðanum niður Orrustukamb. Urðum við því að fara af baki og teyma hestana niður 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.