Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 21
Nafnarnir Sigurður Magnússon (t.v.) og Sigurður Jónsson. Mynd: Sölvi
Sveinsson, 1965-1966.
Mikilsvert var að steypan liti
sem best út, þegar slegið var
frá, og steypuviðgerðir verði
sem minnstar. Allt vatn í steyp-
una var borið í skjólum úr ánni
í tunnu við hliðina á hrærivél-
inni. Allri möl var handmokað
með rekum og flutt með vöru-
bílum í brúargerðina.
Eftir fremur erfiða byrjun
komst verulegur skriður á
brúargerðina við Stafdalsá
og henni iauk fyrir verslunar-
mannahelgina.
I síld á Seyðisfirði, að Háls-
lœk í Egiisstaðaskógi og til
L oðm undarfjarðar
Einmitt þann dag sem flutt var [föstudag 2.
ágúst 1957] kom maður frá Síldarverksmiðju
ríkisins og bað Sigurð um að fá lánaða menn
í vinnu og fór ég ásamt Sveini Kristinssyni
frá Hofströnd og Sigfúsi Þóri Guðlaugssyni
frá Reyðarfirði í síldartöm á Seyðisfirði.
Unnum við samfleytt á annan sólarhring í
síldarbræðslunni. Þegar vinnu lauk um hádegi
á laugardeginum 3. ágúst gerði verksmiðju-
stjórinn upp við okkur brúargerðarpiltana í
reiðufé. Jón Armann Jónsson, frændi minn,
gaf sig þá á tal við mig og bauð mér far
heim til foreldra sinna, Jóns Þorsteinssonar
á Álfhól og Kristbjargar Bjamadóttur, konu
hans. Eg mætti í vinnugallanum angandi af
grútarlykt og baðst náttúrulega afsökunar á
ólyktinni, sem var auðsótt mál. Eins baðst
ég velvirðingar á því að koma á matartíma.
„Er það ekki ferðamanna siður?“, sagði Jón
kankvíslega. Eftir að hafa þegið góðgerðir hjá
þeim kom Þorsteinn Jónsson, sonur þeirra,
og náði í mig og félaga mína og ók okkur
aftur í brúargerðina. Við félagarnir vomm
algerlega ósofnir þegar við komum aftur í
tjöldin á nýjum stað eftir hádegi á laugardegi.
Þá voru piltamir að steypa botnplötu í rennu á
Hálslæk nálægt hátíðarsvæðinu í Egilsstaða-
skógi, þar sem Sjálfstæðishátíðin átti að fara
fram þessa sömu helgi. Sigurður dreif okkur
í tjöldin til að hvílast. Fyrir IVi sólarhrings
síldarvinnu fékk ég 920 kr., en fyrir rétta 3
mánuði í brúargerðinni þetta sumarum 20.000
kr., dálagleg sumarhýra.
Við komumst langt með rennuna í vikunni
eftir verslunarmannahelgina og á laugardegi
10. ágúst fór ég til Borgarfjarðar. Framundan
var einn hinn besti og skemmtilegasti reiðtúr
sem ég hef farið. Á Sólbakka var Jón Sigurðs-
son tilbúinn með hesta. Kristján á Jökulsá
hafði lánað mér gráan hest, en hestar Jóns og
Úlfars Sigurðssona voru frá Sólbakka. Brott-
förin til Loðmundarfjarðar tafðist vegna hey-
skapar, en um kvöldið að lokinni samantekt
lögðum við af stað.
Við fórum inn Borgarfjörð og upp
Kækjudal og framhjá Kirkjusteini á leið upp
í Kækjuskörð. Þar er stórgrýtt, en sæmilegir
götuslóðar. Okkur gekk vel yfír Kækjuskörð.
Þegar við komum yfir fonnina í skarðinu
var orðið svo skuggsýnt að við misstum af
götuslóðanum niður Orrustukamb. Urðum
við því að fara af baki og teyma hestana niður
19