Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 23

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 23
Minningabrot úr brúargerð skammt sunnan við fjarðarbotninn. Loksins komumst við að sjónum. Þegar við komum upp í Staðarskarð opnaðist fyrirheitna landið og ófáar minningar frá sumrinu 1955 riijuðust upp. Veðrið var afbragðsgott mestallan daginn, að vísu féllu fáeinir dropar úr lofti, þegar við byrjuðum að tjalda við Naustá. Brúargerðin við Naustá gekk vel og við lukum við brúna á tæpum tveimur vikum. Svo bættust við tvö verk í Fáskrúðsfirði. A eftir Naustárbrú kom brú yfir Krókalæk rétt utan við Naustá og svo brú yfir Grundará skammt frá Búðum. Við vorum heppnir með veðrið framan af í Fáskrúðsfirði og byrjuðum á Krókalækjarbrúnni í einmuna veðri 30. ágúst. Við unnum við gröft og grjótburð til að undir- búa botnsteypuna í árfarveginum með púkki. Það var fremur erfitt verk, mikið af stórgrýti og vont að grafa. Það var svo hlýtt að margir unnu berir að ofan fyrri part dagsins. Amdís litla, dóttir ráðskonunnar,5 er bráð- skemmtileg stelpa. Þennan dag kom hún út að Krókalæk og fór að ösla í vatninu ofan við púkkið, þykir gaman að sulla í vatni eins og öðrum börnum. En eitt sinn, þegar ég leit upp, sá ég að Jói6 var að bjarga henni á þurrt land. Stelpukrílið hafði þá dottið fram af uppfyll- ingunni fyrir neðan og vitanlega gegnblotnað. Ekki fór hún þó að gráta strax, sagðist ekkert hafa meitt sig, en svo beygði hún af sem von var um 3 ára bam. Einn af piltunum fylgdi henni svo heim að tjaldbúðunum við Naustá til móður sinnar. Einn daginn í vikunni sem við tók var svo mikil rigning, að allar sprænur hér í Fáskrúðs- firði urðu bandvitlausar. Við byrjuðum þann dag á að steypa botnplötuna á Krókalæk, en svo byrjaði rigningin. Mestallan daginn unnum við að því að gera vamargarð svo að Króka- 5 Ráöskona var Valborg Ámadóttir frá Hólalandi í Borgarfiröi eystra, ættuö frá Neshjáleigu í Loðmundarfirði. Dóttir hennar Árndís Birgitta Georgsdóttir. 6 Jóhannes Kristinsson frá Hofströnd í Borgarfirði eystra. lækurinn eyðilegði ekki botnsteypuna, sem við gerðum um morguninn. Þetta var versti vinnudagurinn í sumar, stakkurinn míglak á saumunum og ég varð rennblautur ofan mittis. Við lukum við Krókalækjarbrúna og fluttum að Gmndará við Búðir 10. septem- ber, en þar var gert ráð fyrir niðurrekstri. Þegar litið er til baka yfir þetta sumar verður að segja að brúargerðin gekk vel. Eg held líka að brýrnar, sem Sigurðurog flokkur hans byggði, hafi verið tiltölulega ódýrar. Kom þar til góð verkstjóm og góð nýting á efni, t.d. timbri, og svo góð afköst vinnuflokksins. Veru minni í brúargerðinni þetta ár lauk 20. september. Eftir Fáskrúðsfjörð fór flokkurinn í október til Mjóaijarðar. Ég frétti það seinna, að dálítið skondið hafði komið fyrir. Farið var á báti frá Neskaupstað á mánudagsmorgni og lagði Sigurður mjög ríkt á við alla að mæta tímanlega, fyrir kl. 10, á bryggjuna, þaðan sem báturinn legði af stað. Það tókst öllum nema einum, sem verið hafði á balli uppi á Héraði og varð seinn fyrir. Þegar honum varð Ijóst, áður en bílstjórinn ók upp á Fagradal, að hann næði ekki í tæka tíð á bryggjuna og myndi missa af bátnum, vora góð ráð dýr. Hann bað þá bílstjórann að aka sér Mjóafjarðarveg upp í Slenjudal og upp á heiðarbrún og þaðan fór hann fótgangandi alla leið út í Brekkuþorp. Hratt hefur hann gengið, því að Róri7 varð fyrstur á vettvang til Mjóafjarðar og tók á móti spottanum á bátnum og festi við polla á bryggjunni. Þetta hafa verið um 20 km. Mér reiknast til að gönguhraðinn hafi verið 7 km á klst. sem er afrek. Allir sem í bátnum vom ráku upp stór augu þegar þeir sáu „strandaglópinn“ taka á móti sér. Sigurður hafði síðar oft orð á þessu við hann. 7 Sigfús Þórir Guðlaugsson. 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.