Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Qupperneq 31
Plíníus íslands
illskeyttur og siðlaus. Spratt það út af heitkonu
Guðmundar, sem var þjónustustúlka hjá Ólafí.
Guðmundur ákærði Olaf í kirkju sinni fyrir að
ætla að komast yfir stúlkuna, en þegar hann
fékk því ekki framgengt hefði hann veikt
hana með göldrum. Málið snerist í höndum
Guðmundar, og leiddi til þess að Olafur fór að
rifja upp galdrarykti Jóns og ákæra hann. Varð
hann upp frá því helsti ofsækjandi Jóns lærða.
Jón vandar honum ekki kveðjur og kallar hann
Náttúlf o.fl. ónefnum í ritum sínum.
Ólafur fékk Guðmund dæmdan frá
embætti vorið 1630, og Jón „lýstan óalandi“ á
leiðarþingi sama ár, sem þýddi að enginn mátti
liðsinna honum, nema að viðlögðu straffí.
Bú þeirra Sigríðar var rænt, og yngri synir
þeirra tveir hraktir frá þeim. Munu þeir hafa
látist ekki löngu síðar. Guðmundur hefur þá
líklega gerst skrifari hjá Gísla biskupi Odds-
syni í Skálholti, en Jón var fýrst á Kjalarnesi
á vegum Arna lögmanns, síðan á hrakningi.
Næsta sumar, 1631, skaut Jón málum
sínum til Alþingis. Þar var hann ekki fund-
inn sekur, en Ólafur flutti hann engu að síður
í jámum til Bessastaða, og setti í dýflissu.
Þar mátti Jón dúsa fram eftir sumri við ýmis
harmkvæli og jafnvel pyntingar, að eigin sögn.
Þann 1. ágúst 1631 skipaði umboðsmaður 6
presta og 6 bændur úr nágrenninu í dóm, og lét
dæma Jón útlægan fyrir meðferð galdrakvers
nokkurs, sem lagt var fram, og bar titilinn: Bót
eður viðsjá við illu ákasti. Það mun nú vera
glatað, en helstu efnisatriði em þekkt úr fyrr-
nefndu riti Guðmundar prófasts á Staðastað.
í kverinu var aðallega fjallað um varnarráð
gegn hvers konar meinum, illum verkum og
slysum, og til þess gefnar ýmsar formúlur
og rúnir. Jón játaði að hafa ritað eða afritað
kverið, en neitaði að hafa notað það öðrum
til meins. Dæmt var eftir konungsbréfi „um
ketterí“ frá 1617, sem margir efuðust um að
gilti fyrir íslendinga.
Á þessum tíma hafði aðeins einn maður
verið dæmdur á bál fyrir galdra hér á landi,
Jón Rögnvaldsson úr Svarfaðardal, 1625, og
sá næsti var ekki brenndur fyrr en 1648. Telja
fróðir menn, að hefði þessi dómur gengið
um tveimur áratugum seinna, hefði Jón ekki
sloppið við bálið. Þó sannaðist aldrei að hann
hefði notað galdur til að gera öðmm mein.
Auk þess átti Jón oftast hauka í homi meðal
embættismanna, eins og fram hefur komið.
Hann var því betur settur en ýmsir aðrir sem
fengu á sig galdraorð. Ljóst er að þarna fóru
konungsmenn fram með miklu offorsi vegna
persónulegrar óvildar á Jóni og syni hans, svo
mörgum Islendingum þótti nóg um, en fengu
þó ekki rönd við reist.
(Þess má geta að árið 1600 var Giordano
Bruno brenndur fyrir ,villutrú‘, þá orðinn
frægur heimspekingur og vísindamaður, og
1633 var Galileo Galilei neyddur til að að
afneita sólmiðjukenningu sinni til að forðast
að hljóta sömu örlög.)
Afdrep á Austurlandi
Eftirþennan ,Öskuhaugsdóm‘ á Bessastöðum,
sem Jón kallar svo, fer hann „þessa troðnu
sakamannagötu til Austurlands“, eins og
Benedikt Gíslason orðar það, en hana hafa
ýmsir gengið, bæði á undan og eftir honum, og
fengið griðland. Svo virðist sem Austfirðingar
hafi almennt verið umburðarlyndari gagnvart
dómhörku aldarfarsins en aðrir landsmenn. Ef
til vill skipti íjarlægðin frá miðstöð konungs-
valdsins sköpum í því sambandi. Væri það
verðugt rannsóknarefni. Jón var nú réttlaus
maður, útlagi í eigin landi. Með þetta dapurlega
vegamesti leggur hann í þessa nauðungarferð
norður og austur um land, einn á hesti.
„Á Langanes / til landsenda / skikkað var
mér/ að skrölta þangað,“ segir Jón í ævikvæði
sínu Fjölmóði (248 vísa), líklega vegna þess
að lengra varð ekki komist á íslandi frá Bessa-
stöðum! Á eftir þessum hendingum er eyða
í Fjölmóði, og telja sumir að þar hafí um 20
vísur tapast, í þeim hefur hann lýst ferðalagi
sínu um ókunnar slóðir. Guðbrandur biskup
29