Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 46
Múlaþing
Lífsteinn kallast hann hjá þeim gömlu, af því hann lengir líf manns og gefur heilsu. Þar
með lífgar krummi með honum unga sinn. Þar um hef eg lesið í kveri:
Fest niður á fæti hrafnsunga í hreiðri, tak alla aðra burt og drep, kreist að kverkum
hans til dauðs, og lát lítið kefli í kjaft hans, svo hálft opið sé. Vitja síðan um. Sé hrafninn
þar til duglegur sækir hann lífsteininn og lætu: í munn hans. Sem þú sér ungann með lífi,
og þá rauðu baun í hans nefi: tak steininn, en gef lausan ungann.
Vissulega trúi eg að hrafn geti sinn unga lífgað, sá hann er vís, grimmur og forsóktur,
því so bar til þá eg var um 20 ára aldur hjá foreldrum mínum, að þar voru so grimmir
og kænir hrafnar, að þeir tóku lifandi þernur með kjafti. Þeirra 3 ungar voru drepnir nær
fullvaxnir, 2 upp á steingur settir; sá þriðji lá einninn og dauður dag og nótt þar fyrir ofan
túnið. Síðan hvarf hann, og so hrafnamir, einkum annar þeirra. En eftir fá daga, 3 eða 4,
höfðu þessir báðir hrafnar, með sinn vel kaskan og lifandi unga, inntekið sér til seturs í
eina kringlótta bjargholu, sem öngvan veg mátti að komast, þar miklu leingra frá, út í sama
ijalli. Voru þá grimmastir, þar til þeirra ungi flaug burt með þeim. Hér fyrir trúða eg, að
sá ungi mundi með lífstein lífgaður verið hafa. Þeir vísu kmmmar uppæla þeim góðum
steinum, sem þeir geyma vilja, og fela vel kænlega, so þeir skuli ekki í hreiðrum hittast. Þó
Hrafnagilskrummi skildi þar eptir hulinhjálmssteininn forðum, sem sá ráðkæni herramaður
utanlands yfir komst, af þeim sem hann fann, átti og með sigldi, sem skipmenn gmnuðu.
Reynst hefúr einninn víst, að sá hrafn sem náir að éta manns hjarta, verður öllum öðmm
vísari, og hann veit af því öllu, sem fólgið eða falið er, ásamt mörgum öðrum fáheyrðum
vísendum, og það sama reynda eg á Bjarnareyjar eða Patmosar hólms hröfnum, mér
heimskum ósigranlegum. Það var um [kveðið]:
Mest ogflest vita blœingar í bóli sínu í dagsbrún.
Volkast síðan viskan hans,
sem vasar í sinna brœðra krans.
Ungur heyrða eg og sá einn gamlan prest við hrafn tala. Eg meina nú fyrir víst fúnar vera
Flateyjar dröslur og steina, sem forðum huldir lágu í Tungu, hjá séra Áma M. Jónssyni,
sem nú síðan var kominn á eign sína Látur, fyrir ofan Flatey.
Hrafn heitir í fornmælum og fyrri manna fræðum og skáldskap: muni, viti, krákur,
huginn, borginmoði, árflogi, ártali, holdboði, kramsi, kroppur, kjalakan, blæingur, kmmsi,
Gunnlaugs bani, bjóringi, vari, liti, óvari, hornklofi. Það kallast í rúnum talað eða í ráðgátum.
Það kölluðu þeir og allt rúnir, sem ráða upp þurfti, rit sem ristingar.
Þó að fálkafangarinn áhitti stein í amarfætis hnjáliðnum, og Þórður Hinriksson á Hólmi,
líka stein í hrafnshausnum, sem eg var á Kvalastöðum hjá Ólafi illráða, þá vill so ekki opt
til. Hann fékk ekki steininn af Þórði, drap því á svikajárni sínu, hvörn þann hrafn, sem
á hans spíru settist, og fékk þó öngvan stein, hvorki í heila þeirra né fúarni. Af náttúrum
soddan steina veit eg ekkert að seigja. Honum var sagt að hrafn hefði 9 heilabú, en vær
fundum 7. Sá Ólafur hafði nóg sín púlver þó ekki fjölgaði. (Uppskrift Einars G. Pétnrs-
sonar, úr Tíðsfordríf, bls. 49-53).
44