Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Qupperneq 63
„Ætli hann sé mjög mannskæður?“
I Múlaþingi, 37. hefti, er grein eftir Hjörleif Guttormsson um frænda okkar beggja, Guðmund
Guðmundsson sem kallaður var Gilsárvalla-Gvendur, en mér skilst að við eigum allir þrír
ættir að rekja til Skíða-Gunnars og Soffíu Sigurðardóttur konu hans.
Mér þótti mikill fengur að grein Hjörleifs. Eftir lestur hennar er ég, eigi lítið, fróðari en
áður um uppruna Guðmundar, ætt hans og ævi fyrir flakk.
Móðir mín, Stefanía Sigurðardóttir frá Hánefsstöðum í Seyðisfírði, minntist oft á þennan
frænda sinn og mundi ýmis ávörp hans og tilsvör, þau benda til þess að Gvendur hafí að vísu
verið skrýtinn karl, en fremur góðlátlegur og jafnvel gamansamur. „Heldurðu að þú farir ekki
bráðum að gifta þig frænka mín?“ sagði hann á sínu máli, sposkur á svip. Og svaraði sér
sjálfúr: ,JE það er ekki von að þú viljir bölvaða ekkisen strákana héma á Eyrunum!" Sem
líklega hafa verið eitthvað að hrekkja.
Mamma áleit að Gvendur hefði verið fremur hugdeigur, lífhræddur, eða a.m.k látist vera
það. Jón Stefánsson, Austfirðingur og oft kallaður Filippseyjakappi af því hann hafði gegnt
herþjónustu þar eystra, var kominn til landsins. Mamma hafði orð á þessu við Gvend og
gat þess til að „kappinn“ mundi brátt koma austur á Seyðisíjörð að heimsækja frændur og
vini. Gvendi leist ekki á blikuna: Hann varð flóttalegur á svip og sagði: „ Ætli hann sé mjög
mannskæður?“
Eg er hræddur um að mamma hafi verið dálítið stríðin því hún spurði stundum:
„Heldurðu að þú farir ekki bráðum að deyja, Gvendur minn?“ Og hún fékk alltaf sama
svarið: „Æ, ég held það sé nógur tíminn að veltast og byltast í moldinni.“
Lúsin fylgdi Gvendi eins og fleirum í þá daga - og þurfti ekki alltaf förumenn til. Þetta
vissi Gvendur en gerði ekki mikið úr: „Ég var að leita mér lúsa hérna frammi á börðunum
og fann einar tvær - þrjár“, var haft eftir honum.
Sigfús sonur, bóndi á Brekku, man þegar amma hans var að segja frá Gilsárvalla-Gvendi
frænda sínum, skrítnum en góðlátlegum karli, sterkum en stirðlegum. Eitt sinn kom hún þar
að sem Gvendur vætti vegg, fór að hlæja og ýtti aðeins við honum. „Æ, láttu ekki svona
stelpa, ég er bara að kasta af mér keitunni,“ sagði hann þá.
Það var verið að bera heim svörð og Gvendur bar þungar byrðar. Sigfús man að ömmu
hans þótti skrítið að þegar Gvendur hvíldi sig á leiðinni heim þá lagði hann ekki frá sér pokann
heldur stóð álútur undir honum á meðan hann blés mæðinni.
Ég hygg að Guðmundur hafi komið að Hánefsstöðum oftar en einu sinni og má þó ekki
með það fara. Oft svaf hann í nýhirtri töðunni úti í hlöðu.
Og stelpurnar gátu ekki stillt sig um að henda smásteinum upp á hlöðuþakið þegar hann
var genginn til náða. -„Þið verðið ekki svona brattar í fyrramálið, greyin mín,“ sagði Gvendur.
Svo var það ekki meira.
Fleira sagði móðir mín af þessum sérkennilega frænda þótt ég muni það ekki gerla. En
mér þótti rétt að hripa upp framan skráða punkta og senda Múlaþingi. Ekki síst vegna þess
að þeir gefa örlítið aðra mynd af skapferli og viðmóti Guðmundar Guðmundssonar en margar
þær sagnir sem um hann hafa verið skráðar og birst hafa í þjóðsögum.
Vilhjálmur Hjálmarsson
61