Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 63

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 63
„Ætli hann sé mjög mannskæður?“ I Múlaþingi, 37. hefti, er grein eftir Hjörleif Guttormsson um frænda okkar beggja, Guðmund Guðmundsson sem kallaður var Gilsárvalla-Gvendur, en mér skilst að við eigum allir þrír ættir að rekja til Skíða-Gunnars og Soffíu Sigurðardóttur konu hans. Mér þótti mikill fengur að grein Hjörleifs. Eftir lestur hennar er ég, eigi lítið, fróðari en áður um uppruna Guðmundar, ætt hans og ævi fyrir flakk. Móðir mín, Stefanía Sigurðardóttir frá Hánefsstöðum í Seyðisfírði, minntist oft á þennan frænda sinn og mundi ýmis ávörp hans og tilsvör, þau benda til þess að Gvendur hafí að vísu verið skrýtinn karl, en fremur góðlátlegur og jafnvel gamansamur. „Heldurðu að þú farir ekki bráðum að gifta þig frænka mín?“ sagði hann á sínu máli, sposkur á svip. Og svaraði sér sjálfúr: ,JE það er ekki von að þú viljir bölvaða ekkisen strákana héma á Eyrunum!" Sem líklega hafa verið eitthvað að hrekkja. Mamma áleit að Gvendur hefði verið fremur hugdeigur, lífhræddur, eða a.m.k látist vera það. Jón Stefánsson, Austfirðingur og oft kallaður Filippseyjakappi af því hann hafði gegnt herþjónustu þar eystra, var kominn til landsins. Mamma hafði orð á þessu við Gvend og gat þess til að „kappinn“ mundi brátt koma austur á Seyðisíjörð að heimsækja frændur og vini. Gvendi leist ekki á blikuna: Hann varð flóttalegur á svip og sagði: „ Ætli hann sé mjög mannskæður?“ Eg er hræddur um að mamma hafi verið dálítið stríðin því hún spurði stundum: „Heldurðu að þú farir ekki bráðum að deyja, Gvendur minn?“ Og hún fékk alltaf sama svarið: „Æ, ég held það sé nógur tíminn að veltast og byltast í moldinni.“ Lúsin fylgdi Gvendi eins og fleirum í þá daga - og þurfti ekki alltaf förumenn til. Þetta vissi Gvendur en gerði ekki mikið úr: „Ég var að leita mér lúsa hérna frammi á börðunum og fann einar tvær - þrjár“, var haft eftir honum. Sigfús sonur, bóndi á Brekku, man þegar amma hans var að segja frá Gilsárvalla-Gvendi frænda sínum, skrítnum en góðlátlegum karli, sterkum en stirðlegum. Eitt sinn kom hún þar að sem Gvendur vætti vegg, fór að hlæja og ýtti aðeins við honum. „Æ, láttu ekki svona stelpa, ég er bara að kasta af mér keitunni,“ sagði hann þá. Það var verið að bera heim svörð og Gvendur bar þungar byrðar. Sigfús man að ömmu hans þótti skrítið að þegar Gvendur hvíldi sig á leiðinni heim þá lagði hann ekki frá sér pokann heldur stóð álútur undir honum á meðan hann blés mæðinni. Ég hygg að Guðmundur hafi komið að Hánefsstöðum oftar en einu sinni og má þó ekki með það fara. Oft svaf hann í nýhirtri töðunni úti í hlöðu. Og stelpurnar gátu ekki stillt sig um að henda smásteinum upp á hlöðuþakið þegar hann var genginn til náða. -„Þið verðið ekki svona brattar í fyrramálið, greyin mín,“ sagði Gvendur. Svo var það ekki meira. Fleira sagði móðir mín af þessum sérkennilega frænda þótt ég muni það ekki gerla. En mér þótti rétt að hripa upp framan skráða punkta og senda Múlaþingi. Ekki síst vegna þess að þeir gefa örlítið aðra mynd af skapferli og viðmóti Guðmundar Guðmundssonar en margar þær sagnir sem um hann hafa verið skráðar og birst hafa í þjóðsögum. Vilhjálmur Hjálmarsson 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.