Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 84

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 84
Múlaþing Hvar áttustþeir við? Það var í veislu í Njarðvík er þeir bræður Helgi3 og Gísli4 Jónssynir giftu sig. Þar var margt boðsmanna. Veislan var um vorið, í júnímánuði og var pantaður brennivínskútur til hennar af Seyðisfirði með skútu, sem þá var farin að ganga í stað róðrarbátaferðanna, en þegar við fórum norður var svo slæmt í sjó, að ekki var viðlit að komast út í skútuna sem lá úti á firðinum. Er lengi í minnum haft hve dauft var yfír öllu veislufólkinu, er komið var úr kirkjunni og var það kennt vínleysinu, sem þótti ómissandi á hverjum mannfagnaði í þá daga. Gekk það svo langt að brúðgumamir báðu okkur fimm hrausta karlmenn, sem taldir voru, að fara suður og reyna að brjótast út og ná kútnum úr skútunni. Hinir vom: Högni Guðmundsson5, 3 Helgi Jónsson bóndi í Njarðvík 1883-1911. Hann kvæntist Sess- elju Sigurðardóttur frá Heyskálum. Sex börn þeirra hjóna eru nafngreind í Ættum Austfirðinga og má þar m. a. nefna Sigurlaugu Helgadóttur, konu Jóns Jóhannessonar búfræðings og kennara, en þau bjuggu á Bakkagerði, Önnu Helgadóttur konu Eyjólfs Hannessonar hreppstjóra á Bjargi á Bakkagerði og Jóhann Helgason á Ósi sem var kvæntur Bergrúnu Ámadóttur, Steins- sonar. Ættir Austfirðinga 2. bindi bls. 325. 4 Gísli Jónsson bróðir Helga. Hann kvæntist Vilborgu Ásmunds- dóttur frá Setbergi í Borgarfirði. Þau fluttu til Ameríku. Ættir Austfirðinga 2. bindi bls. 325 og Vesturfaraská bls. 44. Þess verður þó að geta hér að samkvæmt Prestsþjónustubók Desjar- mýrarprestakalls 1850-1906 var það ekki rétt munað hjá Þórði Þórðarsyni að Gísli hefði gift sig sama dag og Helgi bróðir hans. í prestsþjónustubókinni segir að Gísli hafi kvænst Vilborgu Ásmundsdóttur 3. nóvember 1875. Það var hins vegar Þorkell Jónsson, bróðir þeirra Helga, þá bóndi í Njarðvík, sem kvæntist bústýru sinni Guðnýju Jósefsdóttur þennan sama dag, 14. júlí 1883 sbr. sömu heimild. 5 Högni Guðmundsson bjó í Melstað á Bakkagerði frá 1903 til dauðadags 1934. Hann var faðir Guðríðar Ágústu Högnadóttur, konu Bjama Sveinssonar, en þau bjuggu einnig í Melstað. Sonur þeirra var Sveinn Bjarnason síðar bóndi í Hvannstóði. Ættir Austfirðinga 1. bindi bls. 312, Saga Borgarjjarðar eystra bls. 313 og Sveitir ogjarðir í Múlaþingi II. bindi bls. 392. Sigurður Steinsson,6 Jónatan Jónatansson7 og Jón Kristjánsson8 heitinn, sem fórst í sjóferð milli Seyðisijarðar og Borgarfjarðar. Jónatan var sjálfkjörinn formaður. Það braut með öllu landinu, en komu þó lög. Við settumst ijórir undir árar uppi í sandi og svo var bátnum ýtt út. Það gekk vonum betur, en óvænlega leist okkur á um tíma, en treystum Jónatan. Einkum var vont við skútuna. Sigurður Steinsson fór upp og náði kútnum, ég gætti bátsins að hann færi ekki undir skipið. Við komumst heilu og höldnu til lands og héldum strax norður. Gleymdu fáir þeim umskiptum sem urðu á veislugestum er kúturinn kom. Varð veislan hin tjömgasta eftir það. Það var í þeirri veislu, sem Sigurður Jónsson hljóp að presti óvörum og slengdi honum niður. Síðan glímdu þeir reglulega og lagði þá prestur Sigurð og þótti vel af sér vikið. Glímdirþú ekki oft við séra Stefán? Við glímdum oft er við vorum að sýsla við kindur úti. Hann kenndi mér eiginlega að glíma, það sem ég kunni. Tvisvar glímdum við opinberlega á glímufundi á Desjarmýri. 6 Sigurður Steinsson (f. 01.10.1856) var sonur Steins Sigurðssonar sem bjó á Borg í Njarðvík en Steinn þótti mjög góður yfirsetu- maður eða ljósfaðir. Sigurður Steinsson bjó síðast á Bakka í Borgarfirði. Kona hans var Guðríður Jónsdóttir ffá Breiðuvík og áttu þau mörg böm og em margir afkomendur frá þeim komnir. Sjá Ættir Austfirðinga 2. bindi bls. 329. 7 Jónatan Jónatansson (1840-1922) bjó í Njarðvík og víðar, síðar í Jónatanshúsi, öðru nafni Garður á Bakkagerði. Hann kvæntist Sigurbjörg Ólafsdóttur frá Húsavík. Jónatan og Sigurbjörg eignuðust tvær dætur, Ólafíu Elínu og Katrínu Maríu. Jónatans- hús eða Garður stóð ofan við götuna sem liggur gegnum þorpið skáhalt á móti Vinaminni. Ættir Austfirðinga 5. bindi bls. 987 og Saga Borgarfjarðar eystra bls. 304-305 og bls. 309. 8 Jón Kristjánsson sem hér er nefndur er sennilega sá sem bjó á Snotrunesi 1883. Hann kemur þangað sem vinnumaður 1882, en titlaður bóndi þar 30 ára 1883. Hann býr þar með hálfsystur sinni og móður þeirra til 1884. Sóknarmannatal Desjarmýrar- sóknar 1877-1894. 82 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.