Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 124
Múlaþing
Skýrsla sýslumaims Lúðvíks Ingvarssonar
á Eskifirði frá 6. júní 1941
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu
Eskifírði 6/6 1941.
Svo sem ég hefí tjáð skrifstofustjóranum í dómsmálaráðuneytinu í símtali hefir orðið upplýst
um það, að í lögsagnarumdæmi mínu hefir farist þýzk hemaðarflugvél. Vil ég gefa hinu háa
ráðuneyti skýrslu um málsatvik að svo miklu leyti sem þau era mér kunn.
Aðfaramótt uppstigningardags, sem þetta ár bar upp á 22. dag maímánaðar, kl. 2 eftir mið-
nætti sást frá Krossanesi við Reyðarljörð, til flugvélar, sem flaug yfir bæinn og túnið fjóram
sinnum. Þoka var á og dimmt yfir. Flugvélin hvarf frá Krossanesi í vesturátt inn til lands. Örstuttu
eftir að hún hvarf sást í vesturátt rauður bjarmi og stuttu síðar heyrðist há sprenging og sást
bjarmi í þokunni innan og ofan við bæinn. Var sprengingin svo öflug að bæjarhús á Krossanesi
nötraðu. Heimildamiaður minn að þessu er Tryggvi bóndi Eiriksson á Krossanesi. Sprenging
þessi heyrðist bæði á Vattamesi, Karlsskála og eins í Vaðlavík.
A annan dag hvítasunnu þ.e. 2. þ.m. var fyrnefndur Tryggvi Eiriksson að ganga fýrir fé á
svonefndum Valahjalla í fjallinu fyrir innan Krossanes. Varð hann þar var við brak úr flugvél og
eitt mannslík. Ekki gerði Tryggvi mér eða hreppstjóra aðvart um þennan fúnd sinn, sem honum
bar þó skylda til, heldur munu fregnir af atburðum þessum fyrst hafa borizt brezka herliðinu á
Reyðarfirði frá honum en til mín komu fregnir af þessu á skotspónum. Eg bað hreppstjórann
í Helgustaðahreppi þegar í stað að fara á vettvang og gaf hann mér munnlega skýrslu um það,
er hann sá á staðnum. Miðvikudaginn 4. þ.m. átti ég tal við brezka yfirmenn á Reyðarfirði og
varð það að samkomulagi, að ég færi ásamt þremur Islendingum með brezkum hermönnum á
slysstaðinn.
Að morgni dags í gær, fimmtudaginn 5. maí var lagt af stað á brezkum varðbáti áleiðis til
Krossaness. Var lent skammt frá svonefndum Haugum og haldið sem leið lá upp skriður upp
á Valahjalla. Þar er landslagi svo háttað að uppi á hjallanum í ca. 300 mtr. hæð er stórgrýtisurð
sem er allmikið gróin en fyrir ofan hjallann er 2-300 mtr. há klettahlíð með almörgum rákum
misjafnlega breiðum svo sem títt er í fjöllum við sjó fram hér austanlands. Á víð og dreif um
hjallann liggja ýmsir hlutir úr flugvél svo sem tvær skrúfur (propeller) ein aflvél, afturhluti af
flugvél o.fl. Einnig lá þar ósprangin sprengja ca. 80 cm. á lengd og 25 cm. í þvermál. Hjá aftur-
hluta flugvélarinnar lá mannslík allmjög brunnið og skaddað að öðru leyti. í stélinu var einnig
vélbyssa og allmörg skothylki. í klettarák ca. 150 metrum ofan við hjallann var brak út flutvél.
Klifraði ég þangað upp ásamt tveim Islendingum og brezkum herlækni og nokkrum óbreyttum
hermönnum. Fundum við þar tvö lík mikið brunnin og sködduð að öðra leyti. Af ástæðum sem
þarflaust er að greina tókst ég á hendur að segja fýrir um hvernig líkunum skyldi komið niður á
hjallann. Var óhjákvæmilegt að beita við það nokkuð ruddalegum aðferðum svo sem að draga
þau á staði þar sem hægt var að sauma utan um þau. Saumaði ég síðan sjálfúr ullarteppi utan
um líkin með aðstoð óbreytts brezks hermanns. Að því loknu hnýtti ég utan um þau reipi og
með aðstoð þess var líkunum komið niður á hjallann. Þar tók brezki herlæknirinn við þeim
og saumaði frekar utan um öll líkin, en brezkir hermenn og íslenzkir hjálparmenn mínir fluttu
122