Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 151
Líðan og framtíðarsýn ungmenna á Austurlandi
Sambönd við félagslegar aðstæður
Um fimmtungur ungmenna á Austurlandi á
efri hluta annars áratugs lífs síns vorið 2010
tók þátt í rannsókninni. Þetta voru einkum
nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum
(ME), og hlutfallslega fleiri Héraðsbúar en
Fjarðabúar voru í úrtakinu (u.þ.b. 5:2). Því er
ekki um hreint slembiúrtak að ræða. Segja má
að ME sé eðlilegt val til framhaldsmenntunar
fyrir ungmenni á Héraði, sem flest hver geta
þá búið heima á skólatíma. Ekki er eins aug-
ljóst, að ungmenni af Fjörðum velji að fara í
ME, sem þýðir oft að þau búi á heimavist á
skólatíma. Sum ungmenni, einkum þau sem
eru búsett á Neskaupstað og þau sem ætla í
verknám, velja að öllum líkindum fremur
að fara í Verkmenntaskóla Austurlands eða
í skóla á Akureyri eða í Reykjavík, þar sem
skólakostur er fjölbreyttari.
Að þessu athuguðu, getum við samt gengið
út frá því að íbúar Austurlands séu samleitur
hópur fólks, sem á meira sameiginlegt en það
sem ólíkt er á Fjörðum og á Héraði. Það er því
full ástæða til að telja að þau ungmenni sem
tóku þátt í rannsókninni séu góðir fulltrúar
fyrir öll ungmenni á Austurlandi.
Eins og áður hefur verið bent á var sam-
félag á Austurlandi lengi í tiltölulega föstum
skorðum og breytingar voru hægar og fóru
meir eftir árferði og göngu fiskjar en bylt-
ingum stóriðju. A síðasta áratug breyttist
þróunin, samfara hinum miklu framkvæmdum
á svæðinu og fólksflutningum í sambandi við
þær. Nýir vegir hafa verið lagðir, jarðgöng
boruð, samgöngur á svæðinu aukist og nýjar
atvinnugreinar sprottið á meiði samfélagsins.
Þetta hefur haft í för með sér töluverðan inn-
flutning fólks á svæðið.
Samfélagsskipan er þó enn að mörgu leyti
svipuð því, sem búast má við í dreifbýli. Sam-
kvæmt svörum ungmennanna, er t.d. hlut-
fall kjarnafjölskyldna tiltölulega hátt, en um
75% þeirra bjuggu með báðunr foreldrum
sínum. í nýjum gögnum frá Hagstofu Islands
kemur fram, að einstæðir foreldrar með böm
em 17% á landsvísu og 20% í Reykjavík. A
Austurlandi öllu er hlutfallið töluvert lægra,
eða 12%, og einungis 10% ungmennanna í
rannsókninni gáfu upp að þau byggju með
einstæðu foreldri. í þessu sambandi má einnig
benda á, að 90% einstæðra foreldra á Islandi
em konur.
Hlutfall nýfluttra ungmenna er hér til-
tölulega hátt, eða um ijórðungur af hópnum.
Þetta má eflaust tengja hinum miklu fram-
kvæmdum, sem áttu sér stað á svæðinu. Þessi
nýfluttu ungmenni eiga yfirleitt lítil ættar-
tengsl. A meðan rótgróin ungmenni búa oftast
í kjarnaíjölskyldu með báðum foreldrum, búa
þau nýfluttu næstum eins oft með aðeins öðru
eigin foreldri, þ.e. með einstæðu foreldri eða
öðru foreldrinu og fósturforeldri. Hugsast
getur að þessi sérstaða auki á aðlögunarerfíð-
leika nýfluttra ungmenna, sem þá gætu átt enn
örðugra með að festa rætur.
Meirihluti rótgróinna ungmenna á sér
hins vegar sterk ættartengsl á svæðinu, bæði
þau sem eru fædd á Austurlandi og þau sem
fluttust á svæðið á fyrstu aldursárum sínum.
Vera má, að margir foreldrar þessa síðari hóps
rótgróinna ungmenna hafi farið að heiman
til náms eða atvinnu í öðrum landshlutum,
og að því loknu valið að flytjast aftur austur,
þangað sem grónir vinir voru fleiri og menn-
ingar- og ættartengsl sterkari. Margt bendir
hins vegar til, að hefðbundin lífsmynstur séu
ört að breytast hér á landi og að átthagatengsl
ungmenna bæði í borg og á landsbyggð séu
að mörgu leyti veikari nú en áður.
Tvennt kom fram hér um menntun for-
eldra, e.t.v. óskylt hvort öðru, en tvímælalaust
áhugavert. Það fyrra var að feður nýfluttra
ungmenna eru líklegri en feður rótgróinna til
að hafa framhaldsskólamenntun. Skýringin á
því gæti verið að feður séu oftar fyrirvinna
fjölskyldunnar, að þeir hafí fengið sérhæft
starf á Austurlandi á uppgangstímanum og
flust þangað með fjölskylduna. Það síðara var
149