Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 31
Kvenfélagsgarðurinn í Neskaupstað
Vetrarstilla í garðinum árið 1949. Ljósmyndari: Björn Björnsson. Eigandi myndar: Skjala- og myndasafn Norð-
fjarðar.
Talsvert er af birki, fáeinir álmar, smátt greni
og heggur, en hann vex lítið. Snjóþyngsli
eru til baga á vetrum. Stórir grasblettir eru
í garðinum og margir laglegir stallar. Rósir
vaxa þar og margt blóma, ennfremur hringur
(limgerði) úr gulviði. Er hin mesta bæjarprýði
að garðinum.29
Haustið 1951 fór að bera á skemmdarverkum
í garðinum. Af því tileíni var skrifað í blaðið
Austurland'.
Skrúðgarðurinn í Neskaupstað er ekki nema
17 ára og má ekki við slæmri umgengni.
Garðurinn er sæmilega girtur og hlið læst.
Þrátt fyrir þetta hefúr nokkuð borið á því,
sérstaklega á haustin, að böm og unglingar
hafi kliffað yftr girðinguna og leikið sér í
garðinum. Einkum hefúr borið á þessu eftir að
fer að skyggja. Fullorðið fólk hefur oft rekið
bömin og unglingana út, en það hefir lítið
stoðað.... Skrúðgarðurinn ætti að vera okkur
svo kær, að ekki kæmi til mála að farið væri
þar um án leyfis og skemmdarverk framin.30
Árið 1952 tók Eyþór Þórðarson að sér að vera
umsjónarmaður garðsins og sinnti hann því
næstu 15 árin. Eftir því sem tíminn leið fóru
bæjarbúar að líta á garðinn sem gott fordæmi
um garðrækt og urðu þeir stoltir af honum og
„sýndu hann óspart gestum og ferðafólki.“31
Garðurinn var opnaður almenningi í júní á
hverju ári og iðulega birtust fréttir um opnun-
ina í blöðum bæjarins. Árið 1960 taldi Eyþór
„að garðurinn hafi sjaldan eða aldrei litið eins
vel út og [þá].“321 frétt um opnun garðsins
árið 1963 bað Eyþór blaðamann að skila því
til bæjarbúa, og þá ekki síst bama og unglinga,
að ganga vel um garðinn, vera þar ekki með
hávaða og ærsl, ganga ekki í beðunum, henda
ekki msli í tjömina og renna sér ekki í brekk-
unum. „Það hefur lengi þótt við brenna, að
böm gengju illa um garðinn, notuðu hann
sem leikvöll og yllu garðgestum ónæði. En
skrúðgarðurinn er enginn leikvöllur, heldur
á þetta að vera friðsæll staður, sem menn
geta leitað til sér til ánægju,“ sagði Eyþór
að lokum.33
29 Ingólfur Davíðsson, „Skrúðgarðapistlar. Neskaupstaður í Norð-
firði.“ Garðyrkjuritið 1950. Reykjavík 1950, bls. 41.
30 Austurland. 19. okt. 1951, bls. 2.
31 Austurland. 15. maí 1954, bls. 2.
32 Austurland. 24. júní 1960, bls. 2.
33 Austurland. 28. júní 1963, bls. 2.
29