Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 42
Múlaþing
nálægð við hof eða heiðin ömefni.3 Goðaborg
í Hallbjarnarstaðatindi í Skriðdal stendur að
vísu gegnt hinum foma þingstað að Þingmúla
þannig að ekki er hægt að útiloka tengsl þar
á milli. Fomleifarannsóknir hafa einnig rennt
stoðum undir þá kenningu að þingstaður hafi
verið hjá Borgarkletti á Mýrum og Goða-
borgin hugsanlega verið aftökustaður.4 Sú til-
gáta Bjama F. Einarssonar, fomleifafræðings
er vissulega spennandi og alls ekki svo fráleit
þegar litið er til staðhátta uppi á Borgakletti
sem er þverhníptur til þriggja átta.
Undantekingarlítið em Goðaborgir tignar-
legir tindar eða klettar sem ýmist standa stakir
eða skera sig frá umhverfmu á einhvern hátt
og óvíða er meira um slíka tinda eða kletta
heldur en einmitt á Austurlandi. Nánar er
íjallað um náttúruna og tengsl hennar við
trúarlíf landnámsmanna síðar í greininni en
augljóst er að þau tengsl vora sterk. Vel má
ímynda sér að landnámsmönnum hafi við
kristnitökuna verið sárt um að snúa baki við
sinni gömlu trú. Því er freistandi að álykta sem
svo að menn hafi viljað búa goðum sínum veg-
legan „legstað“ og farið með goðalíkneski sín
til íjalla þegar kristni var lögtekin. Nokkrum
Goðaborgum tengjast sögur um landnáms-
menn sem hlupu í þær til að iðka trú sína og
yfir þeim flestum hvíla einhverskonar álög
eða yfimáttúrleg helgi.
Aður en kafað er dýpra í trúarlega þýðingu
Goðaborga eða annarra heiðinna örnefna er
rétt að líta nánar á hverja þeirra fyrir sig.
Hvar eru þessir tindar og eiga þeir eitthvað
sameiginlegt annað en heiðið nafnið?
Goðaborg á Krossavíkurtindi
Stefán Einarsson nefnir í grein sinni Goðaborg
á Krossavíkurtindi í Vopnafirði, en segir ekki
meira um hana.5 Sigfus Sigfússon segir um
3 Stefán Einarsson 1967, 1
4 Bjarni F.Einarsson 2002, 51
5 Stefán Einarsson 1967, 1
sömu Goðaborg: „í Vopnafirði rakst ég eigi á
neina Goðaborg. Þó er sagt, að hún hafi áður
verið þar til á austurfjöllunum; en þá er hún
nú gleymd.“6
Goðaborgir á Svartfelli
í Borgarfirði (525 m)
í Svartfelli fyrir ofan Hofströnd í Borgarfírði
eystra eru Goðaborgir, tveir klettastapar uppi
á ijallshnjúk. Annar stapinn er nokkru hærri
en hinn, en djúp gjá er á milli þeirra. Hof
Borgfirðinga stóð í túninu utan við Hofströnd.
Sagt er að á þessum stað hafi komið til harðra
átaka þegar kristin trú var lögfest. Tóku þá
heiðnir menn hofsklukkumar og fóm með
þær upp í Svartfell þar sem þær vom hengdar
á jámslá sem lá yfir gjána. Mikið mannfall
varð í bardaga fylkinganna tveggja og má
enn sjá dysjar þeirra sem þar féllu, ekki færri
en 14 manns. Sigfús Sigfússon telur líklegt
að kirkjustaður Borgfirðinga, Desjarmýri, sé
kenndur við þessa hauga en hann er næsti bær
við Hofströnd.7
Goðaborgir í Loðmundarfirði
Innan fjallsins Skælings í Loðmundarfirði em
tveir klettadrangar sem kallaðir em Goða-
borgir. Einhverjar sagnir frá tíð Loðmundar
vom áður tengdar þeim klettadröngum, en
þær munu nú glataðar að sögn Sigfúsar.8 I
þjóðsagnasafni sínu kallar Sigfús borgirþessar
Ragnaborgir en segir líka að um þær þekkist
engar sagnir.9
Goðaborgir í Strandartindi
í Seyðisfirði (1085 m)
I norðanverðum Strandartindi í Seyðisfirði
eru tveir smátindar sem kallast Goðaborgir.
Skammt firá þeim liggur Goðagil sem nær
niður að sjó. Sagt er að Sörli sá sem byggði
6 Sigfús Sigfússon 1932, 84
7 Sigfús Sigfússon 1932, 85-6
8 Sigfús Sigfússon 1932, 86
9 Sigfús Sigfússon 1988, 12
40