Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 148
Múlaþing
Systkinin á Hrœrekslœk, talið frá vinstri: Björn, Agústa, Svava, Geirlaug
og Stefán þegar þau hittust öll heima hjá Stefáni á Reyðarfirði ífyrsta
sinn í 20 ár, þau hittust aldrei öll saman upp frá því.
Eigandi myndar: Agústa Osk.
Ingveldi Pálsdóttur, skólastýru,
en var laus við yfír hásumarið.
Var þá hjá okkur og fór oft til
Geirlaugar systur okkar í Reyk-
holtsdal. Lagði þá gjaman leið
sína í höfuðborgina að finna
gamla vini og til Björgvins sonar
síns.
Síðan gerðist hún ráðskona
hjá Kristni Eiríkssyni á Keld-
hólum á Völlum og Jóni syni
hans. þar dvaldi hún meiri hluta
ársins á milli 20 og 30 ár, nokkur
ár hjá Jóni eftir að Kristinn féll
frá. Hún undi sér þar vel en tók
sér að vanda ríflegt sumarfrí.
Þessi ár vom henni að flestu leyti
góð, hún hafði gaman af að ferðast og notaði
sér það að vera ekki bundin við heimilið allt
sumarið. Held ég að þau Kristinn hafí samið
um það þegar hún réðist til hans í upphafi.
Ekkert hugsaði hún sér fyrir vemstað í ell-
inni, vildi aldrei hafa afskipti af neinu slíku.
Þegar heilsan fór að gefa sig svo hún
treystist ekki lengur að vera á Keldhólum
buðum við henni að vera hjá okkur á Eiríks-
stöðum. Hún hafði oft dvalið hjá okkur lang-
dvölum en aldrei yfír vetur. Það gekk ekki upp
því ólíku var saman að jafna sumrinu þegar
oft vom gestakomur og fleira í heimili eða
vetrinum þegar oft var lítt fær vegur tímunum
saman og við aðeins þrjú þegar börnin vom í
skóla. Hún kunni alls ekki við sig.
Stefán bróðir og Agnes kona hans bjuggu
á Reyðarfirði og vildu gjaman hafa hana en
þau áttu mörg böm og höfðu takmarkað hús-
næði. Mér tókst með góðs manns hjálp að
útvega henni íbúð sem tilheyrir því athvarfi
sem kallað hefur verið elliheimili hér á Egils-
stöðum en aldrei staðið undir nafni. Þessari
íbúð þurfti hún að deila með annarri konu og
með það var ég mjög óánægð, enda reynd-
ist það illa. Hún gerði sér það að góðu en í
rauninni skil ég ekki hvemig það mátti vera.
Hún var þó ánægð með að þama var alltaf
félagsskap að finna í einhverri mynd og það
var hennar líf og yndi.
Hún kom tíma og tíma í dvöl til okkar og
héldum við upp á sjötíu ára afmæli hennar
heima á Eiríksstöðum. Kom ég því svo fyrir
að afmælisins var getið í útvarpi, það var hægt
þá. Margir nágrannar komu og gerðu henni
daginn góðan og glaðan. Einnig bræður okkar
og þeirra fjölskyldur. Besta afmælisgjöfin var
þó sú sem kom á óvart er þau komu Björgvin
sonur hennar og Steinunn kona hans með tvo
yngstu syni sína. Hún var sannarlega glöð og
þakklát fyrir þennan dag.
Heilsu Svövu hrakaði hratt síðustu tvö árin
sem hún lifði. Hún varð fyrir áfollum, datt
og handleggsbrotnaði og síðar lærbrotnaði
hún einnig en það tókst furðu vel að gera að
því og gat hún haft nokkra fótavist eftir það.
Síðustu jólin sem hún lifði var hún heima hjá
okkur en var þá mjög lasin og vildi helst lúra
sem mest fyrir. Þá voru bæði börn okkar og
makar þeirra hjá okkur og fyrsta bamabamið,
sonur Jóns Agústs. Hún hafði ánægju af að
sjá og vita af fólkinu í kringum sig en lítið var
orðið eftir af glaðlyndinu og sögumar famar
að týnast. Hún náði þó að hressast er leið út á
146