Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 143
1
Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk
Nú komið að segja frá hlutskipti Svövu
innan íjölskyldunnar. Hún var búin að vera
víða eftir fermingu í vinnumennsku á ýmsum
stöðum á Héraði, nokkrum bæjum í Tungunni,
í Fljótsdal og síðan á Borgar-
firði þar sem hún var í 3 ár á
Desjarmýri hjá séra Ingvari
Sigurðssyni og konu hans
Ingunni.
Þetta vor, 1941, stóð svo á
að hún kom snemma vors heim
í Hrærekslæk og átti þá von á
bami með manni úr Borgarfírði.
Ekki gekkst sá við barninu og
er best að hann sé úr þessari
sögu fyrir fullt og allt. Jón og
Anna vom ekki vel í stakk búin
að bæta henni, með smábam í
heimilið, en ætluðu sér þó að
reyna það og sjá til hvernig
málin réðust.
Tvenn hjón búandi í sveitinni voru bam-
laus og sóttu þau bæði nokkuð fast að bjóða
Svövu að uppfóstra barnið. Ekkert var þó
fastráðið í því efni. En þegar Anna brott-
kallaðist svona skyndilega mun Svava hafa
ákveðið sjálf að láta bamið frá
sér og taka að sér heimilið með
föður sínum.
Hún fæddi son 27. júní 1941
og fór hann um vikugamall til
hjónanna í Heiðarseli, Sigurðar
Arnasonar og Önnu Guðjóns-
dóttur. Hlaut hann nafnið Björg-
vin Heiðarr og var nefndur
Ámason eins og fósturfaðir hans.
Svava sá oft soninn og hafði
samband við hann á meðan þau
bjuggu í Heiðarseli en 1947 fluttu
þau Sigurður og Anna til Hveragerðis og varð
þá lengra á milli en bréfasamband var rækt
vel og myndir komu öðru hvoru.
Björgvin Heiðarr býr nú á Akranesi,
kvæntur Steinunni Magnúsdóttur, faðir 5
Svava Jónsdóttir áyngriárum.
Ljósmynd: Björn Jónsson.
Eigandi myndar: Agústa Osk.
bama og afí margra bamabama. Svava á því
marga afkomendur, væri það myndarlegur
hópur ef saman kæmi á einn stað.
I uppvexti naut Svava ekki annarrar
kennslu en þá var algengust,
fáeina mánuði í einskonar far-
kennslu. Hún var snemma læs
og las margt sem til náðist. Jóni
föður okkar lét vel að segja til
börnum og mun hann hafa
uppfrætt dóttur sína svo sem
hann gat. Svava átti létt með
utanbókar lærdóm og var stál-
minnug. Hún var einnig nokkuð
seig í hugarreikningi. En skrift
lét henni ekki vel og þess vegna
er lítið til af skrifuðu máli frá
hennar hendi.
Hún átti alla ævi við sjón-
depurð að stríða sem upp-
Björgvin Heiðarr Arnason.
götvaðist harla seint. Gekk hún með afar þykk
gleraugu frá því að ég man eftir.
Heyrði ég föður okkar segja frá því að
er Svava var á fimmta ári varð hún ákaflega
mikið veik af afleiðingum skarlatssóttar. Var
óttast um líf hennar og vöktu þau Margrét yfir
henni til skiptis á fímmta sólar-
hring. Svo brá til betra og batinn
kom furðu fljótt. En faðir minn
áleit að hún hefði tapað nokkru af
almennum þroska við veikindin.
Það var staðreynd að hana skorti
fínhreyfingar við, t.d. handavinnu
alla og einnig bagaði sjónin þar.
En hún átti alla ævi létt með
að læra bæði ljóð og laust mál,
gat sett saman laglegar vísur og
sögur, var ættfróð og minnug á
slíkt. Eftir hana liggja nokkrar
litlar smásögur, sýnilega gerðar íyrir böm, og
handrit að sögunni um Sveinka sem er saga
fyrir stálpuð börn og er um strák sem kallaði
ekki allt ömmu sína. Þetta er til vélritað en
ég man fyrir víst að hún var búin að skrifa
141