Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 41
Hnlda Sigurdís Þráinsdóttir
Griðastaðir guðanna
Goðaborgir og önnur heiðin ömefni á Austurlandi
Hugmyndin að þessari litlu samantekt
um Goðaborgir á Austurlandi kvikn-
aði eftir líflegar vangaveltur höfundar
og nokkurra vinnufélaga hans um það hvort
fjöll, tindar eða klettar með þessu heiti væru
í sjónlínu hvert frá öðru og hvort menn hefðu
jafnvel kveikt þar elda. Fljótlega varð þessi
skemmtilega kenning þó aukaatriði, enda
eina leiðin til að sanna hana eða afsanna að
reima á sig gönguskóna og búa sig í margar
fjallgöngur.
I grein dr. Stefáns Einarssonar í Lesbók
Morgunblaðsins í febrúar 1967 kemur fram
að um 20 fjöll eða tignarlegir klettar séu á
Austurlandi kölluð Goðaborg eða Goðaborgir.
Merking þessara nafna getur verið tvíræð.
Eðlilegast er að álykta sem svo er að heitið
sé dregið af orðinu goði, en einnig eru til
Ragnaborgir sem draga nafn sitt af orðinu
rögn eða regin sem merkja goð.1 Athygli vekur
að mun fleiri Goðaborgir eru á Austurlandi
heldur en í öðrum landshlutum. Hugsanlega
er það aðeins tilviljun, þ.e. að Goðaborg sé
að nokkru leyti landshlutabundið örnefni.
Hugsanlega er skýringin fólgin í stórbrotnu
landslaginu, en óvíða er meira um tignar-
legar klettastrítur og dranga en á Austfjörðum.
Stefán Einarsson 1967, 1
Engar heimildir benda til þess að austfirskir
hofgoðar hafí verið meiri trúmenn heldur en
aðrir hofgoðar og því dálítið langsótt að leita
trúarlegra skýringa á þessum ijölda Goða-
borga á Austurlandi. Þessar pælingar verða
þó látnar liggja milli hluta að sinni, enda
ætlunin að rýna í hverja Goðaborg fyrir sig
og þær sögur sem þeim tengjast.
Það þarf varla að koma á óvart að margar
þeirra Goðaborga sem hér er fjallað um séu
tengdar fleiri heiðnum ömefnum, eins og Hofí,
Hofsá eða Hofströnd. Fimm ijöll með heitinu
Goðaborg eða Goðaborgir em í nágrenni við
fom hof. Það eru: Goðaborg á Krossavík-
urtindi í Vopnafírði, Goðaborg í Mjóafirði,
Goðaborg í Álftafirði og Goðaborg í Hoffells-
fjöllum í Homafírði. Enn fleiri Goðaborgir
em í námunda við einhverskonar hofsömefni.
Þannig má nefna: Hoffell nálægt Goðaborg
í Fáskrúðsfírði, Hofsá nálægt Goðaborgum í
Loðmundarfírði og Hofströnd nálægt Goða-
borg í Borgarfírði.2
Yfir helmingur Goðaborganna tengist þó
ekki hofum eða hofsörnefnum á nokkum
hátt. Þannig eru: Goðaborgimar á Mýmm, í
Lóni, Breiðdal, Reyðarfírði, Norðfírði, Við-
fírði, Skriðdal og Ragnaborg í Fljótsdal ekki í
2 Stefán Einarsson 1967, 1
39