Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 52
Múlaþing
Goðunum úthýst - trúarlegir árekstrar
Eins og fram kemur í nokkrum þeirra sagna
sem tengjast einstökum Goðaborgum er nafn-
giftin tilkomin vegna trúarlegra árekstra í
kringum kristnitökuna árið 1000. I heiðni
virðist sem tignarlegir klettar eða fjallatindar
hafí oftar en ekki haft yfir sér einhvern
helgiblæ þar sem höfðingjar og stórbændur
komust í einna mesta nálægð við goð sín.
Nokkrar af þeim sögum sem hér hafa
verið raktar lýsa beinum árekstrum heiðni og
kristni. Þær áhrifamestu em án efa frá Borgar-
fírði og Goðaborg á Hallbjamarstaðatindi. A
Hofi í Alftafírði hverfa fulltrúar heiðninnar,
svörtu dísimar, upp í Goðatind fyrir ofan
bæinn eftir að hafa sært Þiðranda til ólífís.
Hurðarhringurinn sem stúlkan tók af goða-
hofínu á Reyðarártindi var færður til kristni
og notaður á hurð Stafafellskirkju um árabil.
Stefán Einarsson nefnir sambærilega sögu
frá Hoffelli þar sem smali tók hurðarhring
úr Goðaborginni í Hoffellsijöllum og færði
hann kirkjunni í Hoffelli.43
Sú trú að guðir fái bústaði til fjalla er þekkt
úr ýmsum áttum. Má í því sambandi nefna
fjöllin í Babylon, Olympos á Grikklandi og
Vébjörg í Danmörku. Trú landnámsmanna
byggðist að miklu leyti á náttúmnni og mikil-
vægi þess að vera í góðum tengslum við nátt-
úmöflin. Þeir litu á það sem sjálfsagðan hlut
að tröll byggju í björgum, landvættir í fjöllum,
huldufólk í hólum og dvergar í steinum.441
þeirra huga var því ekkert eðlilegra en að
goðin fengju að búa í Goðaborgum, tignar-
legum fjallstindum eða klettastrýtum þaðan
sem víðsýnt var til allra átta. Sögur um
óðalsbændur eða aðra menn sem kjósa sér
legstað hátt til íjalla eru algengar hvort sem
er í Landnámu, Islendingasögum eða þjóð-
sögunum. Víða í þessum sögum kemur fram
43 Stefán Einarsson 1967, 13
44 Stefán Einarsson 1967, 1
að goðin flýja til ijalla til að forðast kristnina,
eins og sögumar um Goðaborgimar í Skrið-
dal og Borgarfirði sem fjallað var um hér að
framan.45
Með sögur af haugum víkinga í huga var
fátt eðlilegra en menn ímynduðu sér að goðin
væm auðug í Goðaborgum sínum. Slíkar
sagnir era vel þekktar víða um heim. Þeim
fylgja þó iðulega sögur um þrautir þess sem
reynir að ná gullinu. Honum sýnist hafið ganga
á land, bærinn eða kirkjan brenna eða annað
sem Stefán Einarsson kallar hræðsluundur.
Þó er minna um bardaga og blóðsúthell-
ingar í íslenskum Goðaborgarsögum heldur
en sambærilegum sögum erlendis frá. Enda
lögðu Islendingar það ekki í „vana sinn að
glíma við guði sína“ segir Stefán.46 Nokkrar
austfirskar Goðaborgir hafa auk þessa þann
sið að hverfa í þoku þegar reynt er að ganga á
þær. Sú vemd er mjög skiljanleg þegar tekið
er mið af hinni alræmdu Austíjarðaþoku sem
heldur huldu yfír ijöllum fjórðungsins yfír
200 daga á ári.47
Önnur heiðin örnefni
Of langt mál væri að telja upp öll heiðin
örnefni á Austurlandi þannig að hér verða
aðeins nefnd þau helstu. Við kristnitökuna
vora hof gerð að kirkjum án þess að nafni
bæjarins væri breytt. Á Austurlandi er Hof á
sex stöðum, í Vopnafirði, Fellum, Mjóafirði,
Norðfirði, Álftafírði og Öræfum og auk þess
er Hofteigur á Jökuldal, Hofströnd í Borgar-
fírði og Hoffell í Nesjum. Allir era þessir
staðir kirkjustaðir að undanskildum Hofí í
Mjóafírði og Hofströnd í Borgarfirði.
Þórfell (705 m) á Jökuldal er upp af
bænum á Hákonarstöðum. Sagt er að þangað
hafí Hákon landnámsmaður gengið berfættur
45 Stefán Einarsson 1967, 1
46 Stefán Einarsson 1967, 13
47 Stefán Einarsson 1967, 13
50