Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 32
Múlaþing
Tveimur árum síðar virðist lítið hafa dregið
úr því að böm væm að leika sér í garðinum. I
blaðinu Austurland var m.a. skrifað að krakk-
amir hefðu lagt það í vana sinn að „ryðjast
inn í garðinn og gera hann að leikvelli og
valdið skemmdum á gróðri. Hefur svo rammt
kveðið að yfirgangi krakkanna, að unglingar,
sem vinna að hreinsun og öðrum störfum í
garðinum hafa ekki fengið að vera í friði.“34
Eyþór var umsjónarmaður garðsins til
ársins 1967, þegar hann gat ekki sinnt honum
lengur. Frá árinu 1968 til ársins 1976 virð-
ist engin garðnefnd hafa starfað og enginn
hafa verið ráðinn til að sjá um skrúðgarðinn.
Honum fór því mikið aftur á þessu tíma-
bili.35 Einhverjir hljóta þó að hafa unnið í
skrúðgarðinum á þessum ámm, þó þar hafi
kannski ekki starfað fagmenn. Hugsanlega
hefur umhirða garðsins verið eitt af verkefnum
unglingavinnunnar eða sem íhlaupaverk hjá
föstum starfsmönnum bæjarins. En sumarið
1973 var unnið að endurbótum og umhirðu
skrúðgarðsins og „hugmyndin er að halda því
áíf am næstu ár,“ sagði í auglýsingu frá Loga
Kristjánssyni bæjarstjóra í bæjarblöðunum
þetta sumar. „Því aðeins má þetta takast, að
garðurinn fái að vera í friði og þar séu ekki
unnin skemmdarverk eða gengið um á lok-
unartíma," sagði Logi.36
Illa virðist hafa gengið að koma í veg fyrir
skemmdarverk í garðinum því að ári síðar
birtist önnur auglýsing ífá Loga bæjarstjóra,
þar sem stóð:
Fólki er skylt að ganga snyrtilega um garðinn
og hrófla hvergi við gróðri, og óheimilt er
að leita þar ánamaðka. Böm mega ekki vera
að leik í garðinum, nema í fylgd með full-
34 Austurland. 4. júní 1965, bls. 2.
f Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“
Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 138-139.
36 Austurland. 28. sept. 1973, bls. 4.
orðnum, sem gæti þeirra. Aðeins má fara í
garðinn um opin hlið, og engir utan starfs-
menn garðsins mega dvelja þar utan ofan-
skráðs opnunartíma. Brot gegn fyrirmælum
þessum varða sektum.37
Næstu sumur var garðurinn opnaður þann 17.
júní og daglega eftir það frá 13:00 til 19:00
fram á haust.38
Veturinn 1976 var Guðbjörn Oddur
Bjamason skrúðgarðyrkjumeistari ráðinn til
að sjá um garðinn. Undir hans stjóm, árið
1978, var garðurinn stækkaður upp að sund-
lauginni. Melurinn á milli sundlaugarinnar
og garðsins var sléttaður og lagðar grasþökur
yfír, gerðir stígar, blómabeð og gróðursett tré.
Girðingin sem afmarkaði eldri hluta garðsins
að vestan var Ijarlægð og trjábeð sem stóðu
við girðinguna á þriðju og ljórðu flöt í garð-
inum, jöfnuð út.39 Guðbjöm Oddur sá um
garðinn til ársloka 1980 og við starfi hans
tók Jón Þorgeir Þorgeirsson.40
Þann 9. júní árið 1986 var haldinn fyrsti
fundur Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar,
en fyrri skrúðgarðanefndin hafði ekki verið
starfandi um árabil. Kvenfélagið hafði þrýst
nokkuð á bæjaryfirvöld um að kjósa í slíka
nefnd að nýju. I neftidina vom kosin af hálfú
bæjarstjórnarinnar þau Sigrún Geirsdóttir,
Benedikt Sigurjónsson og María Bjamadóttir
og kvenfélagið átti tvo fulltrúa í nefndinni, þær
Sigrúnu Þormóðsdóttur og Margréti Bjöms-
dóttur.41 A þessum fýrsta fúndi nefndarinnar
var m.a. rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir
37 Austurland. 19. júní 1974, bls. 3.
38 Sjá t.d. Austurland. ló.júní 1974, bls. 4.
39 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“
Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 139.
40 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“
Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 139.
41 Héraósskjalasafn Austfirðinga. (Hér eftir Hskj. Austf.) Fundar-
gerðir Skrúðgarðsnefndar Neskaupstaðar. 1986-1988. 9. júní
1986.
30