Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 124
Múlaþing
Elísabet Jónsdóttir húsfreyja í Holti með Braga son
sinn. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Jóns, er þeir ræddu um heyskap liðins sumars,
IJárhcimtur um haustið, fólk á Héraði og atvik
í síðari heimsstyrjöldinni, sem var harðnandi.
Þarna voru menn, sem fylgdust vel með í
lífinu.
Morguninn eftir var besta gangnaveður.
Var þá smalað allt land í Klausturseli og Foss-
gerði, sem oftast var nefnt Stuðlafoss, er innar
og nær að Eyvindará við Rana. Við Jón fórum
upp í Sauðárdrög. Dikki þóttist viss um að þar
leyndist fé og reyndist það rétt. Við rákum féð
í rétt á Klausturseli, tókum Fellakindur úr í
snatri og rákum þær í ljósaskiptunum inn að
Stuðlafossi. Þar áttum við að taka fleiri kindur
og gista næstu nótt. Þama bjuggu Helgi Jóns-
son frá Fossvöllum í Hlíð og Anna Bjöms-
dóttir frá Armótaseli í Jökuldalsheiði og áttu
tvær litlar telpur að mig minnir. Þama leið
kvöldið hjá mér við að hlusta á spjall Jóns og
Helga, sem var skrafdrjúgur og prýðismaður
í tali. Margt bar á góma en ég var aðeins
hlustandi eins og kvöldið áður. Ekki minnist
ég þess nú, sjötíu ámm síðar að bændumir
þama væru á neinn hátt útúrbomlegir, þótt
þeir byggju á afdalakotum langt inni í landi.
undir ís. Þama uppi eru þær aðeins smálækir,
sem renna norðvestur heiðina, uns þær falla
í Jöklu. Þama er kjarngott sauðíjárland og í
hugum okkar Fellastráka var einhver ljómi
yfir göngum og rekstrarferðum á svæðinu.
Man ég, að Einar Sigfmnsson vinnumaður
á Hafrafelli var rekstrarstjóri á heimleið úr
íyrstu göngu í Klausturselsheiði um margra
ára skeið. Var féð rekið í einum áfanga frá
Stuðlafossrétt til Skeggjastaða og daginn eftir
til lögréttar á Ormarsstöðum. Dagur er miklu
lengri síðast í september.
I Klausturseli var okkur mætavel tekið
af Benedikt Elíassyni bónda, sem ætíð var
nefndur Dikki. Hann bjó með ráðskonu, sem
hafði með sér bam sitt, þroskahefta stúlku,
alveg eða nærri ómálga, þótt væri komin um
fermingaraldur. Einnig var þama maður, stór
og frekar hrikalegur en fátt heyrði ég hann
segja, tók vart undir kveðju. En um kvöldið
fylgdist ég af áhuga með samtali Dikka og
Hallgrímur Ólafsson bóndi í Holti. Eigandi myndar:
Ljósmvndasafn Austurlands.
122